Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 31
Byltingin, bókmenntirnar og sósíalrealisminn einskonar fjandmaður, sem manneskjan þarf að brjóta á bak aftur. En á sínum tíma hljómuðu þessi orð ágætlega sem vígreifur húmanismi, í góðri andstöðu við borgaralegan bölmóð og þrönga einstaklingshyggju. Auk þess ber allur málflutningur Gorkís sterkan svip af þeirri manndýrkun sem er frek til fjörsins í sögum hans og leikritum allt frá því um aldamót — við- leitni hans til að láta hljóma af fullum þunga orð þeirra manna sem neita að „láta baslið smækka sig“, sem lúta ekki að litlu en rísa upp úr verstu eymd og útskúfun til að boða fagnaðarerindið um dýrð Mannsins og óþrjótandi möguleika hans. Málflutningur Gorkís hljómaði vel og ýtti undir einlægan stuðning við sósíalrealismann. Annað kemur og til: ótti margra rithöfunda við einangr- un, við að verða utanveltu í þjóðfélaginu. Var ekki hægt að fórna einhverju („grípa um kverkarnar á eigin söng“ hafði Majakovskí kveðið) til að losna úr hátignarlegum einsemdarkulda snillingsins, sem fáir lesa eða skilja, og komast í vinsamlega sambúð við þjóð sem er að læra að lesa? Það er ekki að ófyrirsynju, að þegar menn voru á fjórða áratugnum að lofa bók- menntalíf í Soétríkjunum, höfðu þeir jafnan á reiðum höndum tölur um stór upplög bóka. Sovétmenn hafa selt verk þjóðskáldsins Púshkíns í tólf miljónum eintaka og eru núna búnir að selja „Lygn streymir Don“ Sholo- khovs í tveim miljónum, segir Halldór Laxness í Gerska ævintýrinu. Svo sannarlega runnu fleiri stoðir undir sósíalrealismann en slóttugheit Stalíns, sem vildi koma öllum rithöfundum landsins undir einn skipulags- hatt til að eiga auðveldara með að færa þá í eina andlega spennitreyju. En það kemur fljótt í ljós, að í sjálfri kenningunni um sósíalrealismann er margt varhugavert. I sjálfum lögum Sovéska rithöfundasambandsins var skráð að sósíalrealisminn sé „grundvallaraðferð“ sovéskra fagurbókmennta og krefji hann listamenn um „sanna, sögulega túlkun veruleikans í bylting- arþróun hans“. Það er fljótséð af þessari formúlu að ekki er ráð fyrir því gert, að nokkur rithöfundur geti efast um að „veruleikinn“ sé á réttri leið í sinni „byltingarþróun". Með öðrum orðum — hin opinbera pólitíska bjartsýni á það, sem er að gerast í landinu, verður einskonar skylduformúla fyrir bókmenntirnar. Lítið og kannski ekkert svigrúm er eftir skilið fyrir persónulegar efasemdir, sérsjónarmið, sjálfstætt mat. Það er í beinu fram- haldi af þessum skilningi að Alexei Tolstoj segir í fyrirlestri um sovétbók- menndr árið 1942: „Sovétbókmenntirnar láta sér ekki nægja að setja fram spurninguna um örlög og leiðir einstaklingsins, spyrja „hvað ber að gera?“ eða „hver er sek- ur?“ eins og klassískar bókmenntir gerðu. Þær svara þessum spurningum með þeim áhrifarétti sem þær hafa unnið sér til með þátttöku í uppbygg- 421
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.