Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Qupperneq 34
Tímarit Máls og menningar virkja með slæma fortíð sem reynir að gera allt til bölvunar og erlendum sérfræðingi, sem horfir á Rússana með efa, undrun og síðast ótta í svip. Þetta fólk spássérar bók úr bók með sorglega fyrirsjáanlegum hætti, ásamt með ítarlegum lýsingum á skurðgröfum, bræðsluofnum, dráttarvélum og rennibekkjum, þessum djásnum tæknitímans, sem höfundar reyna að nota til að halda uppi spennu — ef ekki vegna of mikils álags á vélarnar dýr- mætu, þá vegna skemmdarverka eða náttúruhamfara. Það er athyglisvert, að sögulega skáldsagan stendur einna best að vígi af bókmenntategundum á síðustu árum fyrir stríð. Ahugi rithöfunda á merk- istíðindum og stórmennum rússneskrar sögu var að mörgu leyti í takt við pólitískan tíma. A þessum árum fer æ minna fyrir byltingartali í nafni al- þjóðahyggju, en því meira fyrir „sovéskri ættjarðarást" sem snerist upp í ómengaða rússneska þjóðernishyggju eftir að herir Hitlers réðust inn í Sov- étríkin sumarið 1941. I annan stað höfðu rithöfundar frjálsari hendur til að lýsa þverstæðum og hörðum átökum þegar þeir leituðu að efniviði aftur í aldir en ef þeir reyndu sig við samtímann, sem átti alltaf að vera betri í dag en í gær. Sögulega skáldsagan varð á þessum árum einskonar athvarf ýmsum rit- höfundum, og þeir sem best vönduðu sig unnu inn í verk sín merkilegar heimildarannsóknir. Annað athvarf voru barnabókmenntirnar. Sá sem skrifar fyrir börn byrjar á því að setja sig í einskonar sjálfsritskoðun vegna þess hve mjög hann þarf að taka tillit til lesenda sinna, og mörgum ágætum höfundum (Marshak, Tsjúkovskí ofl.) hefur þótt sú ritskoðun skárri og miskunnsamari en sú sem passaði upp á pólitískt heilsufar fullorðinna les- enda. Auk þess gátu höfundar barnabóka leyft sér ýmislegt frelsi til leiks og kátlegs hugmyndaflugs — voru ekki ævintýrin, sköpunarverk alþýðu, full með allskonar furður? Og hafði Maxím Gorkí ekki sagt okkur að læra af þeim? Þannig reyndi hver að bjarga sér eins og best hann gat. Sagt hefur verið að Pasternak hafi sloppið frá þessum árum vegna þess að Stalín gast vel að þýðingum hans á grúsískum ljóðum. Sögulega skáldsagan var höfundi eins og Alexei Tolstoj annað og meira en flótti frá samtíðinni. Ekkert var eðlilegra en að „félagi greifi" gleddist yfir því að ýmislegt úr rússneskri fortíð væri tekið til endurmats. Þessi árin heldur hann áfram að skrifa merkilegan bálk um Pétur mikla, herstjórann, skipasmiðinn og fylliraftinn sem tók það að sér um aldamótin 1700 að færa Rússland nær nútímanum hvað sem það kostaði. Alexei Tolstoj gjörkynnir sér tíma Péturs — og hann dregur hvergi úr fólsku hans við andstæðinga, dýrum og fáránlegum geðþóttaákvörðunum hans, né heldur úr þrautum þeim sem yfir alþýðu manna ganga á hans dögum. Ur þekkingu sinni og skáldgáfu spinnur Tolstoj sterka frásögn sem heldur vel utan um ótal ein- 424
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.