Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 71
Hldka, frosthörkur, endurskodun
m.a. að setja þá sem ósigur biðu í átökunum sögulegu í þungamiðju verks-
ins) að sjálf Októberbyltingin hefði verið tortímandi afl öðru fremur. Og
þegar Pasternak hlaut Nóbelsverðlaun í kjölfar þess að þessi skáldsaga varð
þekkt á Vesturlöndum, þá dundu á honum brigsl um andleg landráð og
hótanir um útlegðardóm sem neyddu hann til að afsala sér verðlaununum.
Pasternakmálið virtist gefa ótvírætt til kynna að rithöfundum yrði ekki
hleypt langt inn á bannsvæði sovéskrar sögu. Því hlaut það að vekja mikla
athygli þegar Novyj mír birti árið 1962 fangabúðasögu Solzhenytsins,
„Dagur í lífi Ivans Denísovitsj". Ekki síst vegna þess að nú hreyfði enginn
andmælum — ekki var annað að sjá af sovéskri gagnrýni en að höfund-
urinn væri að vinna þarft verk, hann létti á samvisku sovéskra bókmennta,
sagði Ilja Erenbúrg, með því að fjalla um ranglætið mesta, dagblaðið
Pravda líkti ritgáfu hans við Lév Tolstoj, hann var nefndur til Lenínverð-
launa.
Hetja sögunnar, Ivan Denísovitsj, er venjulegur bóndi. I stríðinu var
hann nokkra daga stríðsfangi hjá Þjóðverjum, en strauk til sinna manna.
Þar tók við sú tortryggnikvörn sem meðal annars gerði hvern sovéskan
stríðsfanga fyrirfram að landráðamanni — og Ivan Denisovitsj var dæmdur
til átta ára vistar í þrælkunarbúðum. Sagan segir frá einum degi í slíkum
búðum. Þar er frekar vansagt en ofsagt, sneitt hjá stórhörmungum sem yfir
fanga ganga, misþyrmingum til dæmis og því hungri sem drepur menn al-
veg. En lesandinn fer aldrei í grafgötur um, að baráttan við að lifa af er
grimm, einnig þennan tiltölulega hagstæða dag í lífi aðalpersónunnar, sem
hefur áður en nótt skellur á nælt sér í aukaskammt af súpu og tóbakslús og
komist hjá því að vera settur í svartholið. Kuldinn og langvinnur sultur
taka höndum saman við útsmogið kerfi niðurlægjandi eftirlits um að kúga
líf og lífsvilja úr Ivan Denísovitsj og félögum hans. Og sú meðferð verður
þeim mun herfilegri sem lesandinn kemst æ betur að því, þegar auka-
persónum fjölgar í frásögninni af sögudeginum, að í rauninni er hver ein-
asti þeirra saklaus. Dagur í lífi Ivans verður sem þúsund ár þjóðarharmleiks
sem enga réttlætingu fær. Um leið kann Solzhenytsin vel að sýna seiglu
hins rússneska hvunndagsmanns, sem ekki aðeins kann mörg ráð til að
snúa á fangaverði, heldur getur jafnvel úr heimskulegu striti fangabúðanna
unnið sér um stund vissan tilgang í lífinu, með því til dæmis að taka virkan
þátt í að hlaða vegg fljótt og vel.
Solzhenytsin, sem sjálfur hafði fengið átta ára dóm í stríðslok fyrir að
láta í bréfi til vinar síns uppi vantrú á herkænsku Stalíns, birti á næstu miss-
erum nokkrar sögur úr sovéskri samtíð og úr stríðinu. Og sá gamalkunni
tónn fór fljótlega að heyrast í sovéskum fjölmiðlum, að höfundur gæfi of
neikvæða mynd af sögu og samtíð. Sú er einföldust skýring á þeim um-
461