Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Qupperneq 75

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Qupperneq 75
Hláka, frosthörkur, endurskobun Eins og lífið er Af sjálfu leiðir að eftir því sem nær dregur nútímanum verður erfiðara að rekja tíðindi af sovéskum bókmenntum svo líkist „bókmenntasögu“, enda verður það ekki reynt. Þess í stað verður brugðið á það ráð að bregða með dæmum af verkum fárra höfunda upp mynd af því, hvar þessar bókmenntir eru á vegi staddar, hvað hinir betri höfundar hafa lagt mesta áherslu á und- anfarin ár, í hverju sú „endurskoðun“ á gildum og markmiðum er fólgin, sem sett var í heiti þessarar yfirlitsgreinar. Fyrst og fremst verður vísað til þeirra Júrí Trífonofs (1925-1981), Vasilís Shúkshíns (1929-1974), Valentíns Raspútíns (1937) og Tsjingísar Ajtmatovs (1928). Trífonov sækir efni mest til heimaborgar sinnar, Moskvu. Hann hefur lýst því hve grátt krafa Stalínstímanna um kórrétta kenningu í pólitík og á öðrum sviðum lék byltingarkynslóðina og börn hennar (til dæmis í skáld- sögunni „Húsið á árbakkanum") og svo seigdrepandi hvunndagsleika sam- tímans, sem gerir út af við áform og drauma þeirra sem eitt sinn voru ungir og kappsamir menntamenn sem ætluðu að sigra vísindin og heiminn. Shúkshín og Raspútín tilheyra þeim hópi skrifandi manna sem stundum eru kallaðir „sveitarithöfundarnir". Þeir lýsa ekki síst hnignun hinnar rússnesku sveitar en leita engu að síður einmitt þar að persónum og við- horfum sem hægt væri að tefla gegn þessari hnignun og brengluðu siðferð- ismati samtímans yfirleitt. Ajtmatov er þeim skyldur, en hefur m.a. þá sér- stöðu, að hann er ekki Rússi heldur Kirgísi, vettvangur sagna hans eru sléttur og hrikalegt fjalllendi Mið-Asíu, efniviður hans líf Kirgísa og Ka- saka og annarra þjóða, sem hafa á hinu sovéska skeiði þurft að taka stór stökk og hröð frá miðöldum til nútímans án þess að ráða því sjálfar hvernig að þeim umskiptum væri staðið. Raspútín og Ajtmatov eru einna áhrifa- mestir þeirra rithöfunda sem með verkum sínum undirbjuggu glasnost, opnari umræðu, sem hefur ört verið að breyta lífsskilyrðum bókmennta í Sovétríkjunum á þeim misserum sem Mikhaíl Gorbatsjof hefur haldið um stjórnartauma. I verkum þessara höfunda (og þeir eru ekki einir að verki vitanlega) var, þrátt fyrir margan ritskoðunarvanda og aðrar þrengingar valdatíma Brésjnévs á sjöunda og áttunda áratugnum, haldið áfram að fylgja eftir þeirri sannleikskröfu, sem aldrei þagnaði alveg allt frá því að fyrstu hlákur í menningarlífi hófust skömmu eftir dauða Stalíns 1953. Þessir menn hlusta ekki á frek eða fláráð tilmæli um að lýsa því fyrst og fremst sem „jákvætt“ er, neita þeirri kvöð að fegra veruleikann, með því til dæmis að tvinna sam- an sögur um forskrúfaðan hetjuskap eða með því að láta visku flokksins og erindreka hans leysa allan vanda. Odýr bjartsýni kemur ekki til álita. Öðru nær — þessir höfundar segja fyrst og fremst frá mannlegum ósigrum, stór- 465
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.