Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 80
Tímarit Máls og menningar viðhorf hans og Kazangaps til sögu og sannleika: við skulum, segir embættismaður, ekki vera að velta okkur upp úr því sem óþægilegt er, við skulum skrifa söguna eins og við „þurfum að hafa hana í dag“. Innskot af ætt þjóðsagna gegna og því hlutverki í sögunni að brýna fyrir mönnum að minnið er heilagt og ræður miklu um skilning mannsins á sjálfum sér og framtíðinni. Ein sagan verður einkar þung á metum. Hún segir frá Najman-Ana og mankúrtanum. Þar er getið um ógnvekjandi inn- rásarþjóð, Zhúan-zhúan, sem hafði þann sið að ræna fanga sína úr liði Kasakha minninu til að gera þá að viljalausum þrælum. Þetta var gert með því að strengja húð af nýslátruðum úlfalda yfir rakað höfuð þeirra og láta það þorna og skreppa saman í heitri sól eyðimerkurinnar þar sem fangarnir lágu bundnir í nokkra daga. Eftir þessa meðferð vissu þeir sem af lifðu hvorki um nafn sitt né uppruna og urðu mankúrtar. Najman-Ana var móð- ir sem reyndi að endurheimta son sinn úr myrkri mankúrtsins, en hann þekkti hana ekki og drap hana. Hún var grafin í Ana-Beít, grafreitnum þar sem Jedigei vill að besti vinur hans Kazangap verði til hvíldar lagður. En þegar líkfylgdin nálgast grafreitinn kemur í ljós að hann er nú á bann- svæði, innan girðingar geimstöðvarinnar þaðan sem sovéskum geimskipum er skotið á loft, og enginn fæst til að hleypa Jedigei inn fyrir til að hann megi votta vini sínum hinstu virðingu eins og hann hefur heitið. Rétt og rangt I báðum þessum skáldsögum er það eldra fólk, sem man tvenna tíma og neitar að gleyma fortíðinni, rótum sínum, upprunanum, sem er berendur hlýju, skilnings, góðvildar og ósérplægni. Og þau Darja og Jedigei eru ofurvenjulegt alþýðufólk, sem aldrei hefur staðið í sovéskum stórræðum. Ef við höldum okkur við þá fjóra rithöfunda sem áðan voru til nefndir þá er það bara hjá Júrí Trífonov sem við finnum, að hið jákvæða sem stendur höllum fæti í samtímanum er tengt við byltingararfinn, þá gömlu bolsévíka sem ekki létu spillast af valdinu en héldu sínu striki — eins og t.d. afi Dmítríjevs verkfræðings í „Skiptunum“. Með þessu móti er því eins og hvíslað að lesendum, að hin sovéska tilraun hafi ekki skapað betri menn eða gæfulegri en áður voru uppi í landinu — en eins og fyrr var getið var það ein af forsendum sósíalrealismans á árum áður, að sovéskt þjóðfélag væri svo ágætt, að það skapaði nýja menn og betri. Oðru nær, hlýtur sá að álykta sem les t.a.m. Raspútín og Ajtmatov. Andrei í „Matjora kvödd“ er fáfróður og grunnhygginn í samanburði við ömmu sína Dörju, þótt hann hafi miklu víðar farið. „Eg hef fátt séð,“ segir hún, „en margt lifað. Það sem fyrir augun hefur borið hef ég skoðað vel og lengi, en ekki í fram- hjáhlaupi eins og þú.“ I „Búranstöðinni" er Jedigei gamla sönn raun að því, 470
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.