Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 82
Tímarit Máls og menningar að trúarleg vakning hefði orðið með sovéskum rithöfundum. En það er Ijóst, að þeir vilja margir hverjir sýna trú feðranna fulla virðingu — til að skilja betur hvernig þeir lifðu sem gengnir eru, í nafni hins heilaga minnis, þótt ekki væri annað. Eftirsjá sem ber trúarlegan blæ er um leið söknuður eftir þeim tíma þegar menn efuðust ekki um hvað væri gott og hvað illt. Ajtmatov hefur komist svo að orði í viðtali í Prövdu (14. febrúar 1987): „Siðgæði er að mínu viti ekki háð neinum nýjungum og þeim mun síður frumstæðri pólitískri hentisemi. Siðgæði er hið frumlæga tilverulögmál mannsins. Sérhver kynslóð, sérhver einstaklingur, tekur við því sem óhagg- anlegum og helgum arfi frá forfeðrunum. Það skiptir miklu að manneskjan, samfélagið í heild, fylgi þessum boðum ávallt — í stóru sem smáu.“ Það eru einmitt viðhorf af þessu tagi sem freista þessa höfundar hér til að tala um „siðferðilegt raunsæi“ sem sterkan straum í sovétbókmenntum. Og taki menn eftir því, að með því að líta svo á að grundvallarsiðaboð séu óháð að- stæðum er sett stórt strik í reikning hins opinbera sovétmarxima, sem telur að siðgæði sé stéttbundið, afstætt, fari fyrst og síðast eftir því, hverjir hafi vald til að skera úr um hvað rétt sé og hvað rangt. Framfarirnar, náttúran, boð og bönn Siðferðisrealistarnir spyrja líka að því hvað framfarirnar megi kosta. Þeir eru óralangt frá bláeygri tæknitrú sem setti svo mikinn svip á framleiðslu- skáldskap fyrri áratuga sovéskrar sögu. I „Áfram tími“ Katajevs, er það vantrúaður amrískur gestur, Ray Roop, sem lítur hneykslaður yfir upp- gröft og steypumót sem honum finnast svöðusár á fagurri náttúru Uralhér- aða og ætlar að skrifa bók um banvæn áhrif vélarinnar á mannfólkið. En er náttúrlega kveðinn í kútinn snarlega af sovéskum framfaraeldmóði fyrstu fimm ára áætlunarinnar. En í „Matjora kvödd“ lætur málpípa Raspútíns, Darja gamla, sér fátt um tæknigaldurinn finnast, hvað stoðar það manninn að eiga vél ef hann glatar sál sinni, segir hún við sonarson sinn: „Vélarnar vinna fyrir ykkur, segirðu. Iss. Langt er síðan þið fóruð að vinna fyrir þær en ekki þær fyrir ykkur.“ Fegurð stíflunnar og bræðsluofnsins hefur hörf- að fyrir fegurð óspilltrar náttúru, sem vinnur sinn táknræna sigur í „Matjora kvödd“ þegar fagurt og mikið lerkitré, stolt eyjarinnar litlu, stendur af sér allar árásir framkvæmdamanna. Axir þeirra vinna ekki á því, það brennur ekki þótt bensínvættum sprekum sé hlaðið að því, og vélsögin hixtar og bilar þegar hún er borin á aldagamlan stofn þessa „konungs- lerkis“. Aður var minnst á tæknitrú Sabitsdjans Kazangapssonar í sögu Ajtma- tovs, sem tekið hefur einkar lágkúrulega stefnu. Ajtmatov kemur og að í þeirri sögu áhyggjum sínum af því, að Aralhafið með fegurð sinni, fisk- 472
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.