Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 84
Tímarit Mdls og menningar myrkum köflum sovéskrar sögu. Til dæmis er það fyrst nú á tímum Gor- batsjovs að út kemur mikil skáldsaga Anatolís Rybakovs um hreinsanir fjórða áratugarins og verið er að birta verk sem afhjúpa grimmd og fárán- leika samyrkjuherferðarinnar — þeirrar herferðar sem m.a. gerði út af við föður Kazangaps í sögu Ajtmatovs. Annað dæmi um það, sem ekki hefur verið leyft að skrifa er mikil skáldsaga eftir Vasilí Grossman (1905-1964) sem heitir „Líf og örlög“. Haft er fyrir satt að Súslov, fyrrum helsti hug- myndafræðingur Kommúnistaflokkins, hafi sagt að þessi skáldsaga gæti ekki komið út í Sovétríkjunum næstu tvöhundruð árin. Og það er ekki vegna þess fyrst og fremst að þar er fjallað með sterkum dæmum og miklu persónusafni m.a. um fangabúðir Stalíns, um harmsöguleg mistök í rekstri stríðsins við Þjóðverja, um gyðingafjandskap sem m.a. bitnar illa á sovésk- um vísindum. Það sem gerir þessa miklu styrjaldarsögu enn í dag að bann- vöru er samanburður sem fleiri Sovétmenn en þeir sem með völd fara eiga erfitt með að kyngja. Grossman stillir upp Sovétríkjum Stalíns og Þýska- landi Hitlers ekki sem andstæðum heldur hliðstæðum. I samanburði þess- um er það látið skipta mestu máli, að ofbeldi alræðisins sviptir menn hvar sem er innra frelsi, slær þá ótta, gerir þá hlýðna og auðsveipa. „Hið altæka ofbeldi alræðiskerfanna gat lamað mennskan anda í heilum heimsálfum," segir Grossman og bætir við: „Þarna komu saman sjálfsbjargarhvötin og dáleiðandi afl hugmyndakerf- anna. Þau hvetja fólk til að leggja á sig hvaða fórnir sem vera skal, sam- þykkja öll meðöl sem notuð eru til að ná æðstu markmiðum: gera ættjörð- ina mikla í framtíðinni, tryggja framfarir í heiminum, framtíðarhamingju mannkyns, þjóðar eða stéttar.“ Grossman er í sögu sinni fyrst og síðast að hafna alræðinu sem leið að markmiðum, hve ágæt sem þau sýnast, og stilla upp sem andstæðu þess innborinni frelsisþörf mannsins „sem hægt er að kúga en aldrei tortíma með öllu“. . . Sovétbókmenntir hófu göngu sína undir þeim merkjum að allt skyldi nýtt — formið og inntakið. Fyrst var gefist upp á formtilraunum en þeim mun fastar haldið á pólitískum kröfum um uppeldisgildi bókmennta í þágu sovéskrar uppbyggingar. Sú kröfugerð hefur, með ýmsum sveiflum reynd- ar, verið á undanhaldi í meira en þrjátíu ár. Fyrst fór krafan um hetjuskap- inn og fegrun veruleikans. Síðan saxaðist á hugmyndir um stéttbundið sið- gæði, sjálfvirkt ágæti hins sovéska manns og ódýra framfaratrú. Nú finnst þeim sem sýslað hefur við rússneskar bókmenntir sem hinir bestu sovét- höfundar standi í listrænum og siðferðilegum skilningi í námunda við hina miklu meistara fyrri tíma, Tsjekhov og Tolstoj. I virðingu þeirra fyrir sannleikskröfunni, í leit að siðgæði sem ekki er hagrætt eftir aðstæðum, í 474
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.