Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 85
Hláka, frosthörkur, endurskoðun andúð á listrænum öfgum og tilgerð. Það er líklega út í hött að spyrja, hvort þeir sem nú skrifa séu verðugir eftirmenn þeirra mikilmenna sem áður voru nefndir. Hitt skiptir mestu, að enginn þarf að skammast sín fyrir höfunda á borð við Raspútín og Ajtmatov, Trífonov og Shúkshín. Þeir hafa skilað miklu starfi og merkilegu. Þótt undarlegt megi virðast er það ritskoðunin og hin pólitíska afskipta- semi af lífi bókmenntanna sem tryggir rithöfundum meiri áhrif í Sovét- ríkjunum en þeir gætu haft þar sem málfrelsi er óheft. Það getur að vísu gerst í ritskoðunarþjóðfélagi, að eftirlitið með rituðu máli sé svo strangt og smásmugulegt, að við liggi að bókmenntirnar kafni úr súrefnisskorti. En þegar ritskoðunarvaldið er á faralds fæti, þegar breytingaskeið ganga yfir, þá verður baráttan fyrir rýmra málfrelsi, sem setur hvern rithöfund sem sjálfsvirðingu hefur niður á landamerkjum hins leyfilega og bannaða, til þess að auka vægi bókmenntanna. Efla áhuga á þeim. Skerpa hæfni lesenda til að lesa milli lína, draga sínar ályktanir. A þessum misserum eru að verða miklar breytingar í Sovétríkjunum og sú „bylting að ofan“ er oftast skrifuð á reikning nýrrar pólitískrar forystu í landinu — eins og vonlegt er. Sem betur fer hafa bókmenntirnar haft sitt að segja um þá þróun, ýmsir hinna fremstu höfunda höfðu riðið á vaðið með mikilvæg mál og spurningar áður en Gorbatsjov fór að boða fagnaðar- erindið kennt við glasnost. Og það er þessa mánuði verið að prenta verk sem áður gátu ekki komið út — Sálumessu Onnu Akhmatovu, samyrkju- skáldsögu Andreis Platonovs, brátt kemur Doktor Zhivago út í heimalandi Pasternaks. Og þeir höfundar sem nú lifa hafa vitanlega fengið meira svig- rúm, meira málfrelsi. Allt eru þetta góð tíðindi. Og þótt margt sé á huldu um framvindu mála hefur svo margt gerst, að næsta ólíklegt er að þeirri þróun verði við snúið sem steig sín fyrstu feimnislegu skref í „hlákunni" fyrstu fyrir röskum þrjátíu árum. 475
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.