Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 92
Tímarit Máls og menningar Shúrygín lét þetta sem vind um eyru þjóta. Sama einbeitnin í svipnum, sama ósveigjanlega harkan í augnaráðinu. Konu Shúr- ygíns, Klönku, var ýtt til hans út úr hópnum. Klanka gekk hikandi í átt til hans — hún sá að eitthvað óskiljanlegt hafði komið yfir mann- inn hennar. — Kolja minn, til hvers ætlarðu að brjóta hana? — Burt með þig! skipaði Shúrygín. Skiptu þér ekki af þessu! Menn gengu til dráttarvélastjóranna til að tefja fyrir þeim þó ekki væri annað, meðan hringt væri í héraðsráðið og hlaupið eftir kenn- aranum. En Shúrygín hafði stungið flösku að hverjum dráttarvélar- stjóra og lofað þeim viðurkenningarskjali fyrir „unnið starf“. Kennarinn kom hlaupandi, ungur maður og vel liðinn í þorpinu. — Hættið strax! Hver gaf skipunina? Hún er frá sautjándu öld! — Skiptið yður ekki af því sem yður kemur ekki við, sagði Shúr- ygín. — Þetta kemur mér við! Þetta kemur okkur öllum við! Kennar- inn var æstur og fann því engin orð sem væru nógu sterk og sann- færandi, roðnaði bara og æpti upp: Þér hafið engan rétt! Villimaður! Eg skal skrifa bréf! Shúrygín veifaði til dráttarvélastjóranna . . .Vélarnar rumdu. Það strekktist á trossunum. Mannfjöldinn gaf frá sér lága skelfingar- stunu. Kennarinn tók allt í einu á rás, hljóp að kirkjunni og stillti sér upp við einn vegginn. Dráttarvélarnar staðnæmdust. — Farðu frá! öskraði Shúrygín. Æðarnar á hálsi hans þrútnuðu. — Þú dirfist ekki að snerta kirkjuna! Þú dirfist ekki! Shúrygín hljóp til kennarans, greip hann í bóndabeygju og bar hann burt frá kirkjunni. Kveifarlegur kennarinn braust um á hæl og hnakka en Shúrygín var handsterkur. — Af stað! æpti hann til dráttarvélastjóranna. — Farið öll upp að veggnum! hrópaði kennarinn til hópsins. Stillið ykkur upp! Þeir þora ekki! Eg tala við héraðsráðið, honum verður bannað þetta! — Svona, af stað nú! öskraði Shúrygín á dráttarvélastjórana. Þeir smeygðu sér inn í stjórnklefana og gripu um gírstengurnar. — Stillið ykkur upp við vegginn! Ollsömul! En enginn hreyfði sig úr stað. Hamsleysi Shúrygíns lamaði alla. Allir þögðu. Biðu. 482
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.