Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Qupperneq 102
Tímarit Máls og menningar
ast fram úr . . . Drottinn minn! Maður horfir á þetta og hugsar:
hvar á að jarða allt þetta fólk þegar þar að kemur? Það verður engin
jörð nógu stór. Og þú ert eins: stefndir flengríðandi í eina átt, leist
við og fórst samstundis af stað í aðra átt. Bara til þess að þurfa ekki
að nema staðar, það væri voðalegt. Hávaða heimtarðu, sífellt meiri
hávaða og læti.
— Um hvað ertu eiginlega að tala, amma? Flengríðandi, á hlaup-
um . . . Við lifum, það er allt og sumt. Hver og einn eftir sinni getu.
— Andrei stóð í dyrunum, undrandi á orðum Dörju og virti hana
fyrir sér, athugull og hæðinn.
— Lifið . . . Lifið einsog ykkur lystir, ef ykkur sýnist svo. Eg
skipa ykkur ekki fyrir verkum. Við fengum okkar skerf af mótlæti.
En þú, Andrjúska, þú átt líka eftir að finna fyrir því, eftir minn dag,
þegar þú verður farinn að kröftum. Þá spyrðu: hvert var ég að flýta
mér, hverju hef ég komið í verk? Ekki öðru en að hita loftið í kring-
um þig. Lifið . . . Þetta líf ykkar hefur tekið sinn toll, sjáðu til: það
hefur tekið Matjoru og gleypt hana. Og ætli það verði bara
Matjora?! Það hrifsar hana til sín fnæsandi og frussandi og heimtar
meira. Þá verðurðu að láta það hafa meira. Hjá því verður ekki
komist, þið látið það hafa meira. Annars eruð þið glataðir. Þið
slepptuð taumunum, nú getið þið ekki stoppað. Þetta er allt ykkur
að kenna.
— Eg var ekki að spyrja þig um þetta, amma. Eg spurði af hverju
þú vorkenndir mönnunum.
— Og hvað heldurðu að ég sé að tala um? hreytti hún út úr sér
móðguð, og andvarpaði þegar hún áttaði sig á því að líklega væri
þetta rétt, líklega væri hún að tala um eitthvað allt annað. Best væri
að tala ekki um neitt — til hvers var það? Nú hafði verið tilkynnt
hvenær Matjora yrði brennd til ösku en í stað þess að upphefja sál
sína og búa hana undir það sem koma skyldi var hún farin að tala
um það sem gagnslaust var að tala um, bera í bakkafullan lækinn.
Osköp fór mikill tími í þá iðju! Það er sagt að málleysingjar eigi
bágt af því að þeir geta ekki talað, en eru þeir svo aumkunarverðir
með sínar löngu, órjúfanlegu hugsanir? En Andrei beið, hann þurfti
af einhverjum ástæðum á svari hennar að halda og hún andvarpaði
aftur meðan hún leitaði að einhverju til að segja og sagði loks vand-
492