Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 102
Tímarit Máls og menningar ast fram úr . . . Drottinn minn! Maður horfir á þetta og hugsar: hvar á að jarða allt þetta fólk þegar þar að kemur? Það verður engin jörð nógu stór. Og þú ert eins: stefndir flengríðandi í eina átt, leist við og fórst samstundis af stað í aðra átt. Bara til þess að þurfa ekki að nema staðar, það væri voðalegt. Hávaða heimtarðu, sífellt meiri hávaða og læti. — Um hvað ertu eiginlega að tala, amma? Flengríðandi, á hlaup- um . . . Við lifum, það er allt og sumt. Hver og einn eftir sinni getu. — Andrei stóð í dyrunum, undrandi á orðum Dörju og virti hana fyrir sér, athugull og hæðinn. — Lifið . . . Lifið einsog ykkur lystir, ef ykkur sýnist svo. Eg skipa ykkur ekki fyrir verkum. Við fengum okkar skerf af mótlæti. En þú, Andrjúska, þú átt líka eftir að finna fyrir því, eftir minn dag, þegar þú verður farinn að kröftum. Þá spyrðu: hvert var ég að flýta mér, hverju hef ég komið í verk? Ekki öðru en að hita loftið í kring- um þig. Lifið . . . Þetta líf ykkar hefur tekið sinn toll, sjáðu til: það hefur tekið Matjoru og gleypt hana. Og ætli það verði bara Matjora?! Það hrifsar hana til sín fnæsandi og frussandi og heimtar meira. Þá verðurðu að láta það hafa meira. Hjá því verður ekki komist, þið látið það hafa meira. Annars eruð þið glataðir. Þið slepptuð taumunum, nú getið þið ekki stoppað. Þetta er allt ykkur að kenna. — Eg var ekki að spyrja þig um þetta, amma. Eg spurði af hverju þú vorkenndir mönnunum. — Og hvað heldurðu að ég sé að tala um? hreytti hún út úr sér móðguð, og andvarpaði þegar hún áttaði sig á því að líklega væri þetta rétt, líklega væri hún að tala um eitthvað allt annað. Best væri að tala ekki um neitt — til hvers var það? Nú hafði verið tilkynnt hvenær Matjora yrði brennd til ösku en í stað þess að upphefja sál sína og búa hana undir það sem koma skyldi var hún farin að tala um það sem gagnslaust var að tala um, bera í bakkafullan lækinn. Osköp fór mikill tími í þá iðju! Það er sagt að málleysingjar eigi bágt af því að þeir geta ekki talað, en eru þeir svo aumkunarverðir með sínar löngu, órjúfanlegu hugsanir? En Andrei beið, hann þurfti af einhverjum ástæðum á svari hennar að halda og hún andvarpaði aftur meðan hún leitaði að einhverju til að segja og sagði loks vand- 492
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.