Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 115
„frávita barni“ sem rekur upp „fjarlægt óp“ (Köllun) eða er lokað inni í „þröngu og niðdimmu helvíti“ í „leyndum afkima vonbrigðanna“ (I leyndum afkima). Inn í þennan afkima hafa augu litið, „forvitin augu/ og full af samúð/ jafnvel ástfangin augu“, En myrkrið er svart og barnið er hrætt og það er ég sem ræð. I þremur síðustu ljóðum bókarinnar verða mikil tíðindi. Barnið er ekki leng- ur eitt. Hvað gera börn tvö ein í völtum báti á straumhörðu fljóti? Þau halda hvort um annað og berast með straumnum. (Ljóð) Svo verða vatnaskil, undrið sem „á sér engan fyrirboða", og sólin „strýkur vanga hvers frávita barns" (Vatnaskil). Og bókin endar á fagnaðarnótum: Leitandi hönd hef ég rétt út í myrkrið og ég hef fundið aðra, leitandi hönd. Fagnandi deila þær gleði sinni hendurnar sem finnast. (Hendur) Gömul saga, en alltaf ný. Þannig er þessi bók Böðvars Guðmundssonar: boðskapur hennar er ástin. Þetta er bók sem segir: brjóttu af þér skelina, leyfðu sólinni að lýsa upp leyndustu afkimana, réttu leitandi hönd út í myrkrið. Þrátt fyrir vonbrigðin, þrátt fyrir allt . . . Héðan í frá munu karlremba og töffara- stælar eiga erfiðara uppdráttar í is- lenskri ljóðlist en hingað til. Fyrir það sé Böðvari þökk. Ingibjörg Haraldsdóttir Umsagnir um bækur ERU AUGU (S)KYNFÆRI? Upp á yfirborðið? Skáldið Sjón hafði á síðasta ári gefið út átta ljóðakver (þar af eitt við annan mann), en þau komu öll út í litlum einkaútgáfum. Eflaust er töluvert um að reki á fjörur lesenda einhverjar þeirra fjölmörgu ljóðabóka sem út koma í litl- um neðanjarðarupplögum á ári hverju, og einstaka maður kann að hafa yfirsýn yfir þessa útgáfu. En ætli ljóð Sjóns hafi ekki verið ókunn mörgu bókafólki þeg- ar Mál og menning afréð að gefa út ljóðasafnið Drengurinn með röntgen- augun í fyrra? Sjón sjálfur virðist þó ekki hafa verið með öllu óþekktur. Sá sem þetta ritar hefur ekki búið á land- inu um árabil en hefur fregnað að Sjón hafi verið áberandi á íslenskum al- mannavettvangi. Hann hefur leitast við að yrkja í anda súrrealismans og segir Guðmundur Andri Thorsson í ritdómi um ljóðasafnið að persónan Sjón sé „súrrealísk starfssemi": Eg gæti því allteins ritdæmt klæðaburð hans eða nefið á hon- um. Ljóð hans þurfa þannig á hans eigin persónu að halda, eigi þau að ná fullum áhrifum ... I þeim er einhver mórall sem er á skjön við hefðbundið háttarlag ljóðaunnandans sem kýs að vera einn með Ijóðunum. Þetta eru ekki ljóð fyrir íhugul vetrarsíð- kvöld og koníakskakó. (Þjóðviljinn, 15. nóv. 1986) Að vísu er því oftar haldið fram um dadaista en súrrealista að texta þeirra verði að skoða í ljósi hlutaðeigandi uppákomu, gjörnings eða annarrar at- hafnar sem er orðunum samfara, en það má vel vera að staða- Sjóns í íslensku TMM VIII 505
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.