Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Qupperneq 118

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Qupperneq 118
Umsagnir um bækur þetta tungumál sem gera mér kleift að beita einhverri dómgreind á ljóðin, að sundurgreina stíl og stæla, þó að þessu tvennu sé iðulega hleypt í hár saman á svo ögrandi hátt að annað eins hefur vart sést í íslenskri ljóðlist. Myndin sem ég skynja af tungumálinu, sem náttúra undirvitundarinnar talar, ljær þessum síðustu ljóðlínum vægi og gildi sem ég fann ekki í ljóðinu sem vitnað var til þar á undan („Hlóðst þú ekki . . .“). Það ljóð, og sum önnur i safni Sjóns, ein- kennist af vanmati eða ofmati á mynda- uppsprettu undirvitundar, þannig að ritskoðun vitundarinnar, sem heldur að undirvitundin hljóti að vera full af stór- um „skáldlegum" orðum eða frösum, byrjar að framleiða slíkan texta. Oft hefur þetta í för með sér þunglamalega orðræðu sem skartar kippu stirðra nafnorða, eins og þegar við heyrum af þörfinni fyrir bítandi dvergkrókódíl sem rekur ættir sínar til þyrnisólar- innar Hún festir þig lamaðan við byssu- skeftið meðan kúlan slítur strengi fiðlunnar á legubekknum (53) Sjón er ekki einn um að stunda þann- ig ritskoðun sem kemur upp um sjálfa sig. Slíkt hefur alltaf viljað henda þá sem kjósa að yrkja með súrrealísku móti; við sjáum til dæmis merki þessa í Imbrudögum Hannesar Sigfússonar: A hvirfli geldmunksins skín í gult tungl Lágvær flaututónninn skelfur eins og þaninn strengur Djúp þögnin er gáruð fíngerðum ljósbrotum Gult fílabein er greypt í svart skamm- byssuskeftið (Ljóðasafn, Iðunn, 1982, bls. 58) Það er kannski álitamál hvort Hannes kemst upp með þetta myndmál, en mestu skiptir að hvorki er verið að rústa ljóðrænt gildi myndanna, eins og dada- istar leituðust við að gera, né skrifa bar- okkskan ofhleðslustíl, eins og við sjáum velheppnuð dæmi um í verkum Thors Vilhjálmssonar. I þeim tilfellum sem hér um ræðir hættir texta margra súr- realista til að verða eins og stæling á villtu máli undirvitundar, en þó án þess leiks sem slík stæling þyrfti að hafa til að verða annað en stælar. Nú ætti ég samkvæmt siðferðiskennd hins réttláta gagnrýnanda að sýna fram á hvernig önnur ljóð Sjóns búa yfir raunverulegum stíl og eru laus við um- rædda stæla. En ljóðin leyfa ekki svo klára tvíhyggju. I mörgum þeirra hverfa í raun skilin milli stíls og stæla, þannig að það er einsog þessi tvö skilgreining- ar-hugtök sogist inn í sameiginlegan uppruna sinn. Um leið verður erfitt fyr- ir gagnrýnandann að fóta sig á þeim kletti sem ég er nú búinn að standa á í eina blaðsíðu eða svo. Með öðrum orð- um, það verður erfitt að dæma, því text- inn virðist spila meðvitað með þær for- sendur sem leiðsegja okkur gjarnan í „gæðamati" ljóða. Kannski skiptir máli í þessu sam- bandi að ljóð Sjóns minna mig ekki svo mjög á ljóð þeirra frönsku súrrealista sem helst hafa verið í sviðsljósi stefn- unnar, heldur frekar á verk hins fræga súrrealíska málara, Salvador Dali, t. d. OH!-ljóðið með bleika sófasettinu (107) og „Skýið yfir stofuborðinu“ sem „breytist hægt í silkihanska / langrönd- óttur náttsloppur / með dúfur í ermun- um / flýgur inní hann“ (60). Dali er sem kunnugt er bæði snillingur og hnoðari,1 og það er ekki alltaf auðvelt að skilja 508
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.