Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 119
þar á milli. Hann hnoðast jafnvel með eigin snilligáfu, rétt eins og hann vildi segja okkur að nútímasköpun sé óhjá- kvæmilega í formi úrgangskúltúrs; vís- vitaðra og uppmeikaðra leifa af útjösk- uðum hugmyndum. Hið sama má stundum segja um Sjón og annað veifið teflir hann á tæpasta vaðið, hvernig sem á textann er litið. Ljósasta dæmið um slíkt er kannski þetta „Oh!“ sem er stef í ljóðabókinni OH! (isn’t it wild). Þessi oh!-stuna er vísvitað hnoð og rembing- ur og þá er bara spurning hvort lesend- ur samþykki að þarmeð hætti hún að vera hnoð. Að vera í kynmáli Er ekki augljóst að stunan atarna er frygðarandvarp? Ljóð Sjóns eru á köfl- um erótískar fantasíur, sjaldan þó á eins afdráttarlausan hátt og í lengsta Oh!- ljóðinu (105—106), þar sem ljóðmæl- andinn sér fyrir sér stúlku sem afklæðist og vekur girnd hans. Það er nefnilega svo að það sem er í sjónmáli er iðulega í sársaukafullum líkamlegum fjarska, ut- an kynmáls svo að segja. I þránni eftir þessu kynmáli getum við ef til vill séð merki um náttúrufræði undirvitundar- innar í þessum textum. Þessi þrá beinist gegn sjón, svo sjón- ræn sem ljóðin annars kunna að vera. Sjónin heldur viðfangi þrárinnar í fjarska og leiðir til sjálfsfróunar: „í vinstra auganu speglast nakin kona / í því hægra hefur lirfa samfarir við hvít- una“ (80). Sjón skynjar og kemur á framfæri örvilnan karlmannsins vegna 1 „Hnoð“ er ágætis þýðing á erlenda orðinu „kitsch". Eg rakst á þessa íslenskun hugtaks- ins í ritgerð Hannesar Lárussonar, „Svarta skýið", í bæklingi sem kom út í tilefni sam- nefndrar myndlistarsýningar á Kjarvalsstöð- um 4,—-19. júlí 1987 (ekki er þarmeð sagt að Tímarit Máls og menningar þeirrar úlfakreppu að hann er gægir („voyeur"), en hann fær ekki snert með augunum. Augað er kynfæri sem hann virðist komast upp með, en það er lam- að kynfæri, því það reynist ekki vera skynfærið sem hann þarf á að halda til að finna nálægð, skynja gnægðina sem líkami hans þráir. Sjón er skáld blind- unnar sem hjá honum er einskonar röntgensjón hins hrjáða karlmannlega æskulosta. Sá Sjón sem við mætum víða í ljóðunum er því réttilega (hver svo sem Sigurjón B. Sigurðsson er) dreng- urinn með röntgenaugun. Drengur sem neitar að láta af uppnámi gelgjuskeiðs- ins vegna kynþarfar, en leitast jafnframt við að sjá öðruvísi. Augað er áleitið líffæri í myndmáli Sjóns, jafnvel svo að minnir stundum á þá erótísku hrollvekju Sögu augans eftir George Bataille. En skáldið þarf ekki á venjulegum augum að halda, og það er engin tilviljun að í ljóðinu „Eintal 1“ mætir okkur ödipusarblindingi með blóðtauma úr augum (15). Asthneigð er hér ætíð ástarblinda, sbr. „Ástarljóð" (20): Þegar neglurnar á höndum mínum smágerðum höndum mínum (hringur á baugfingri vinstri handar) taka sig til og verða fiðrildi og steinvölur sem þrá það eitt að spyrja fyrir skellótta jörðina þá bít ég í safarík brjóst þín bít ég í sundur sjóntaugar mínar bít ég ég sé sáttur við skilning hans á hugtakinu eða við málflutning hans í heild, en vissulega er hann umræðuvekjandi). Hannes tekur ekki beinlínis fram hvort hann er höfundur ís- lenska orðsins eða hvort það á sér lengri sögu. 509
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.