Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 120
Tímarit Mdls og menningar Með blindunni hefur hann komist á brjóst (og öfugt), hún færir honum þá snertingu sem hann þráir. Hann verður að gera hlutina án þess að sjá þá. Þess- vegna er þversagnarkenndur titillinn á einni ljóðabók Sjóns, Reiðhjól blinda mannsins, afar eðlilegur. Hin smágerða fegurð Hann bítur í brjóst: ber að skilja sem þetta sé gert í ógáti hvítvoðungsins eða er um að ræða ofbeldiskennt ástalíf af öðru tagi? Töluvert er um ofbeldi í ljóðum Sjóns; minnst er á byssur, af- tökur og lík, og iðulega er dauðinn í einhverskonar fullnægingarhlutverki. A einum stað er talað um konur „í aftöku- leit“ (76). Ef til vill má sjá hverskonar aftaka það er í öðru ljóði, þar sem segir: „Eg nýt þess að finna þig kólna á lim mínum þegar ég dreg hann út“ (122). Það er líkt og dregið sé sverð úr snögg- kólnandi búki. Er Sjón svona vondur strákur? Stundum er sagt að allt kalli á and- stæðu sína. I fyrra birti Sjón greinina „Vondur strákur" hér í TMM. Hún fjallar um textagerð Einars Arnar Bene- diktssonar, og hrósar Sjón honum fyrir það hvernig hann notar „daglegt talmál í ljóðum sínum“ (TMM 3/1986, bls. 367) — nokkuð sem Sjón gerir vel að merkja afar sjaldan. Titill greinarinnar er sóttur í ljóð þar sem Einar, eða ljóð- gengill hans, kvartar undan því að hafa alltaf verið „vondur strákur", þótt aldrei hafi það nú verið ætlunin. Einnig þessu er þveröfugt farið hjá Sjóni: hann ætlar sér að vera vondur strákur, en hann er það ekki. Sjón hefur lýst yfir miklum áhuga á „martraðarkúltur", t. d. í ritdómi um Furðuveröld Alfreðs Flóka, sem Sjón skrifar um af mikilli aðdáun (DV. 23. des. 1986). Ætla mætti að fagurfræði hans hallaðist að hinni hrollvekjandi og yfirkeyrðu grimmd sem eyðir sjálfri sér í ofstopa, brennur upp (og er því ekki einfalt ofbeldi eða klám), og finna má í verkum ólíkra manna sem að einhverju leyti skrifa í anda súrrealismans, manna eins og Artaud, Bataille og William S. Burroughs. En sjónarsviðið í ljóðum Sjóns er ekkert leikhús grimmdarinnar. Enn- fremur er texti hans yfirleitt ekki fall- ískur, ekki reðursæll í þeirri merkingu: limurinn er ekki barefli, lagspjót eða skotvopn, eða önnur slík framlenging á heilsteyptum og ógnvekjandi Iíkama karlmannsins. Ymist sundrast líkaminn eða, eins og Sjón víkur óbeint orðum að: í „leynihólfi" er „skammbyssa hlað- in brenninetlufræum" (79). Þannig um- breytast „öflugustu" framleiðslueining- ar menningar í „meinlaus" frjókorn náttúrunnar. I þessu er eyðingarmáttur Sjóns fólginn; grimmdin verður sak- leysi. Ljóðmælandinn „karlmannlegi“ kem- ur fjölvíða að þessari sundrun líkama og menningar, og iðulcga helst hún í hend- ur við draumsýn sem er grundvallar- afbrigði blindunnar í ljóðunum; „und- arlegt landslag / draumsins“ veldur því að sést í fjarska líkami minn í pörtum einsog hráviði um þokukenndan himininn. (13) Slíkt hráviði er víða að sjá, t. d. í öðru þeirra ljóða sem heita „Sjálfsmynd“: Sjö fingur á kistuloki tennur grafnar á afviknum stað fuglsvængir negldir á liðamót 510
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.