Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 30
CARLOS FUENTES að yfirstíga óhreinan uppruna með því að grípa til elstu lækningaraðferðar sem til er: „skáldgervingarinnar“ (poetización) sem gerir tunguna að ímynd sjálfrar sín. Kynblendingseðlið er fast fyrir og leitar ýmissa leiða til að smeygja sér inn fyrir, koma sér á framfæri, smita og skopstæla hið óhlut- bundna tungumál hins vestræna heilbrigðis og þvinga það til að afhjúpast sem opinbert svæði, pólitískur áróður (borgarmúr); auglýsingaskrum. Út frá þessu sjónarhorni má segja að í Landslagi að lokinni orrustu takist Goytis- olo að fullkomna þá þematísku og málfarslegu byltingu sem Flaubert hóf í Bouvard ogPécuchet. Munurinn er einungis sá að Goytisolo leitar allt aftur til erkiprestsins af Hita og Rabelais í Frakklandi til þess að ráðast að málfarslegri einstefnu og flytja okkur tungutak hins framandi. Vettvangur þessara samfunda er, eins og við vitum, borgin. Þéttbýlisþemað í frásöguhefðinni er jafngamalt Trójuhestinum og skúrka- strikum Petróníusar. En borgin sem miðstöð nútímans er uppfinning þess sem Donald Fanger kallar „hinn rómantíska realisma" Balzacs, Dickens og Dostojevskís. Það sem Rastignac, Pip eða Raskolnikov komast að raun um er hið sama og það sem Celestina og Guzmán de Alfarache vissu þegar og miklu fyrr: að borg nútímans, sem hefur séð á eftir múrum sínum og díkjum, er opin borg, flökkuborg, þar sem gömlum gildum borgarmenningar - æru, ættgöfgi, hirðsiðum - er fórnað á altari metnaðar, peninga og kynferðis. I stórkostlegri byrjun sögu sinnar Névskí breiðgatan ímyndar Gogol sér týnda borg, það eina sem eftir stendur eru stöku brot hér og þar. Helst vildum við geta endurreist eininguna til þess að við sjálf getum orðið Eitt. Hinni róman- tísku þrá eftir endurheimtri einingu er hér hafnað í því skyni að staðfesta á nýjaleik hina brotakenndu ímynd þéttbýlismenningar tuttugustu aldarinn- ar. En hin opna borg hefur sigrað sjálfa sig innan frá, hvort heldur sem við tölum um Dyflinni hjá Joyce, Pétursborg Bélís, Berlín Döblins eða Man- hattan hjá Dos Pasos. En er þetta hrun einingarinnar ekki hugsanlega sigur fjölbreytninnar, þessarar „fjölgyðistrúar gildanna“ sem Max Weber talaði um? Vel má vera að við höfum ekki kunnað að sættast á og færa okkur í nyt „fjölgyði" þéttbýlisins. Nú til dags er „skólun tilfmninganna“ (Véducation sentimentalé) skólun kynblöndunarinnar. „Fjölgyðisborgin“ er hér nú þeg- ar, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Sú orka sem býr í hinum spænskblönduðu borgum Bandaríkjanna, eins og Miami eða Los Angeles, stendur einmitt í beinum tengslum við kynblendingseðli þeirra. Los Angel- es, sem er ekki eingöngu rómönsk, heldur einnig kóreönsk, víetnömsk, kín- versk og japönsk, hefur alla burði til að verða Býsans tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Það eru vitaskuld mikil tíðindi fyrir okkur Suður-Ameríkubúa: í fýrsta sinn í sögunni líkjumst við Norður-Ameríkubúum stöðugt meir. Lík- 20 www.mm.is TMM 1999:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.