Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 45
AF „CERVANTÍSKU“ BERGI BROTINN
með Sagan af Marx fólkinu, þar sem kímnin er orðin að nokkurs konar drif-
krafti og hefur á sér munfrískara og bjartsýnna yfirbragð.
Það er alveg rétt, kímnin er mun hvassari í Juan ánföðurlandsen í Makbara. í
Landslag að lokinni orrustu og verkunum þar á eftir er gáskinn orðinn mun
víðtækari. Þar er hann ekki eins hvass vegna þess að þar höfum við efann;
íróníu þess sem efast um alla hluti. í síðustu verkum mínum reyni ég að
draga úr mikilvægi höfundarins innan textans með því að flétta inn í bygg-
inguna íróníu og skopstælingu (paródíu). Til að mynda er ekki gott að sjá
hver hefur skrifað El sitio de los sitios (Staður staðanna), hver einstakur texti
rífur niður það sem hinn fyrri segir, sá sem telur sig vera höfund kemst síðar
að því að hann er sögupersóna. Öll þessi margræðni nær svo hámarki sínu í
Las semanas del jardín (Vikurnar í garðinum) þar sem enginn höfundur er
skrifaður fyrir verkinu heldur eingöngu 28 persónur sem allar leggja sitt af
mörkum við að rita söguna. Lesandinn kemst að raun um að það er ekki til
staðar neinn grunnur eða miðja til að standa á og miða allt út frá heldur sér
hann að hver og ein staðhæfing er afstæð og í mótsögn við þá sem kemur á
eftir.
Það má kannski líta á allt höfundarverk þitt fram að Makbara sem nokkurs
konar ruðningsvél, líkt ogþú hafirþurft að hreinsa jarðveginn til aðgeta hafist
handa við að byggja upp þess konar verk sem þú leitaðist alla tíð við að skapa.
Einmitt, þau voru eins konar aðferð við að undirbúa jarðveginn. Þetta var
uppbygging sem hófst með niðurrifí.
/ okkar augum er La reivindicación del conde don Julián (Júlian greifi fær
uppreisn æru) hápunkturinn í þessu niðurrifsferli, meðan La curentena væri
hápunktur uppbyggingar ogfrelsunar. Þannig mœtti líta á þessi tvö verk sem
tvo andstæða en ómissandi póla í höfundarverki þínu.
Dyggðir hins einmanafugls og La cuarentena eru innan þessarar hefðar sem
við getum kallað múdejar þar sem ætíð er til staðar einhver gáski, en elcki
mikill. í báðum tilfellum er kannski fremur um þjáningu að ræða. í mínum
huga eru þessi verk nátengd. Þau eru eins og tveir hlutar í púsluspili. Annað
vísar í San Juan de la Cruz og súfí-mýstíkina en hitt í Ibn Arabi.
Að lokum: hvaða þýðingu hefur þaðfyrir þig að skrifa bækur?
Þessari spurningu get ég ekki svarað. Þið gætuð allt eins spurt mig hvaða
þýðingu það hafi fyrir mig að nærast eða elskast. Ég bara skrifa, það er ekkert
TMM 1999:1
www.mm.is
35