Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 57
ÖKKLAR MEDÚSU „Hún sagði mér að hypja mig. Svo ég fór. Ég fór í íbúðina hennar - vinkonu minnar. Hún kom og sótti mig - konan mín. Hún sagði að ég yrði að velja, en hún heldur að ég velji sig. Ég sagði að sem stendur væri best að láta hlutina þróast. Ég spurði hana hvernig ég gæti vitað hvað ég vildi, í þessu leiðsluástandi, hvernig ég gæti vitað að það entist, hvernig ég gæti vitað að hún héldi áfram að elska mig.“ Hann hnyklaði brýnnar óþolinmóður og sveiflaði skærunum hættulega nærri gagnaugum hennar. „Það eina sem hún hugsar um er mannorðið. Hún segist elska mig en það eina sem hún hugsar um er hvað nágrannarnir segja. Ég er samt ánægður með húsið mitt. Hún hugsar vel um það, það verð ég að segja. Það er enginn stæll á því en það er smekklegt.“ Næstu mánuði, kannski var það heilt ár, hélt sagan áfram að þróast, í hlykkjum og rykkjum, ekki í neinu viðunandi frásagnarformi, svo mikið er víst. Súsönnu skildist það smám saman að hann var afleitur sögumaður. Engin söguhetjanna tók á sig neina heilsteypta mynd. Hún gerði sér enga hugmynd um í hverju fegurð vinkonunnar væri fólgin eða hvernig hún verði tímanum þegar hún væri ekki að tjá Lúsí- an fullkomna væntumþykju sína. Hún vissi ekki hvort eiginkonan væri skass eða undirgefin, taugaspennt eða þolinmóð eða jafnvel kald- hæðin og afskiptalaus. Allar þessar draugapersónur voru upphugsað- ar af Súsönnu sjálfri. Þegar um það bil sex mánuðir voru liðnir af sögutímanum sagði Lúsían að dóttir sín væri mjög leið yfir þessu öllu, hvernig hann neyddist til að koma og fara, byggi stundum heima, væri stundum útskúfað. „Áttu dóttur?“ „Fimmtán ára gamla. Nei, sautján, ég get aldrei munað hvað fólk er gamalt!“ Hún horfði á hann í speglinum þar sem hann snerti sitt eigið glans- andi hár og brosti kvíðinn við sjálfum sér. „Við vorum mjög ung þegar við giftum okkur,“ sagði hann. „Mjög ung, of ung til að vita hvað var hvað.“ „Það er erfitt fyrir ungar stúlkur, að búa við heimilisófrið.“ „Það er satt. Það er erfitt fyrir alla. Hún segir að ef ég selji húsið hafi hún engan stað til að vera á meðan hún er í prófum. Ég verð að selja húsið ef ég á að geta borgað íbúðina á móti vinkonu minni. Ég get ekki borgað af hvoru tveggja. Konan mín vill ekki flytja. Það er skiljanlegt, 47 TMM 1999:1 ww w. m m. ís
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.