Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 60
A.S. BYATT með lófanum. Hún leit upp og sá hann gá á úrið sitt, með skærin og fingurna rétt fyrir ofan ennið á henni, og vinda svo upp á úlnliðina með einskonar ballethreyfingu og reka beittan stáloddinn í fingurgóm sér, svo að út spýttist blóð, svo að dálítið af blóði hans lak ofan í hár- svörðinn á henni. „Fjandakornið. Viltu hafa mig afsakaðan? Ég skar mig. Sjáðu.“ Hann veifaði blóðugum puttanum fyrir framan nefið á henni. „Ég sá það,“ sagði hún. „Ég sá að þú skarst þig.“ Hann brosti til hennar í speglinum, ljómandi brosi, án þess að mæta augnaráði hennar. „Þetta er leikbragð sem við hárgreiðslumenn grípum til. Þegar við erum alveg úrvinda og þurfum að fá okkur bita eða taka pásu þá sker- um við okkur og förum fram á snyrtinguna til að fá okkur súkkulaði, eða rúnnstykki með osti ef stúlkan í móttökunni hefur verið hugs- unarsöm. Viltu hafa mig afsakaðan? Ég er að farast úr hungri.“ „Að sjálfsögðu,“ sagði hún. Hann sendi henni spegilbros sitt og hvarf frá. Hún beið. Dálítið af vatni lak á kragann hennar. Dálítið meira á augabrúnirnar. Hún horfði á veslings andlitið á sér undir rakri hett- unni og tveimur handahófskenndum tíkarspenum settum álklemm- um. Hún fann fyrir reiðiblandinni verndartilfinningu gagnvart þessu tilþrifalitla andliti. Hún minntist þess, frá þeim tíma þegar hún var ung kona, ekki stúlka, að hafa virt fyrir sér húð sína undir þykku kastaníulitu hárinu og velt því fyrir sér hvernig hún myndi smám sam- an hrukkast, slakna og gúlpa. Þá hafði hún hugsað með sér að þetta væri hennar andlit. Og sama gilti um speglmynd hennar núna, hún var vön að virða staðreyndir og vildi vera sátt við þetta andlit en var það ómögulegt. Það sem hafði látið eff ir sig þessa fölnandi húð, þessar flygsur, þessa brothættu strengdu fleti sem höfðu engan teygjanleika, var hún, var líf hennar, var hún sjálf. Hún hafði aldrei verið fögur en hún hafði verið aðlaðandi, hafði haft aðdráttarafl sprottið af fjöri og orku, lífi í æðum og ljóma í augum. Ekki klassíska beinabyggingu sem kynni að endast, ekki brothættan skarpleika fuglsins sem þyldi að hvítna. Einungis líf þess holds sem var að deyja. Hún dauðkveið fyrir sjónvarpinu, það hafði komið of seint til sög- unnar eftir að hún hafði glatað allri löngun til að sýna sig eða láta horfa á sig. Myndavélarnar skanna vanga og augnaumgjörð, beina athygl- 50 www.mm.is TMM 1999:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.