Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Síða 60
A.S. BYATT
með lófanum. Hún leit upp og sá hann gá á úrið sitt, með skærin og
fingurna rétt fyrir ofan ennið á henni, og vinda svo upp á úlnliðina
með einskonar ballethreyfingu og reka beittan stáloddinn í fingurgóm
sér, svo að út spýttist blóð, svo að dálítið af blóði hans lak ofan í hár-
svörðinn á henni.
„Fjandakornið. Viltu hafa mig afsakaðan? Ég skar mig. Sjáðu.“
Hann veifaði blóðugum puttanum fyrir framan nefið á henni.
„Ég sá það,“ sagði hún. „Ég sá að þú skarst þig.“
Hann brosti til hennar í speglinum, ljómandi brosi, án þess að mæta
augnaráði hennar.
„Þetta er leikbragð sem við hárgreiðslumenn grípum til. Þegar við
erum alveg úrvinda og þurfum að fá okkur bita eða taka pásu þá sker-
um við okkur og förum fram á snyrtinguna til að fá okkur súkkulaði,
eða rúnnstykki með osti ef stúlkan í móttökunni hefur verið hugs-
unarsöm. Viltu hafa mig afsakaðan? Ég er að farast úr hungri.“
„Að sjálfsögðu,“ sagði hún.
Hann sendi henni spegilbros sitt og hvarf frá.
Hún beið. Dálítið af vatni lak á kragann hennar. Dálítið meira á
augabrúnirnar. Hún horfði á veslings andlitið á sér undir rakri hett-
unni og tveimur handahófskenndum tíkarspenum settum álklemm-
um. Hún fann fyrir reiðiblandinni verndartilfinningu gagnvart þessu
tilþrifalitla andliti. Hún minntist þess, frá þeim tíma þegar hún var
ung kona, ekki stúlka, að hafa virt fyrir sér húð sína undir þykku
kastaníulitu hárinu og velt því fyrir sér hvernig hún myndi smám sam-
an hrukkast, slakna og gúlpa. Þá hafði hún hugsað með sér að þetta
væri hennar andlit. Og sama gilti um speglmynd hennar núna, hún
var vön að virða staðreyndir og vildi vera sátt við þetta andlit en var
það ómögulegt. Það sem hafði látið eff ir sig þessa fölnandi húð, þessar
flygsur, þessa brothættu strengdu fleti sem höfðu engan teygjanleika,
var hún, var líf hennar, var hún sjálf. Hún hafði aldrei verið fögur en
hún hafði verið aðlaðandi, hafði haft aðdráttarafl sprottið af fjöri og
orku, lífi í æðum og ljóma í augum. Ekki klassíska beinabyggingu sem
kynni að endast, ekki brothættan skarpleika fuglsins sem þyldi að
hvítna. Einungis líf þess holds sem var að deyja.
Hún dauðkveið fyrir sjónvarpinu, það hafði komið of seint til sög-
unnar eftir að hún hafði glatað allri löngun til að sýna sig eða láta horfa
á sig. Myndavélarnar skanna vanga og augnaumgjörð, beina athygl-
50
www.mm.is
TMM 1999:1