Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 64
A.S. BYATT krukku fullri af hrukkukremi í snælduna sem snerist hægar og hægar í bleiku kreminu. Þegar hún hafði lokið sér af- því áfram hélt hún, áfram hélt hún uns ekkert var eftir til að kasta, því hún óttaðist það sem hlyti að gerast þegar hún hefði lokið sér af- heyrðist hvorki stuna né hósti á stofunni. Allt um kring hljómuðu einkennilegir hrjúfír tónar. Skál vóg salt á glerhillu. Skæri dönsuðu á snaga með síminnkandi ofsa. Gler féll með ójöfnum krampakenndum drunum á hillur og gólf, líkt og tónahagl. Skrjáf í hárspennum á pappír. Þunglamalegt brak í skemmdum þilj- um. Það blæddi úr höndum hennar. Það stirndi á glersallann á gólfinu og Lúsían nálgaðist marrandi skrefum til að þurrka henni um hend- urnar með handklæði. Hann var líka blóðugur, flekkir á skyrtunni hans, væn sletta á enninu, ekkert sem orð var á gerandi. Þetta var ein- kennilegur mannlaus orrustuvöllur, fullur af glitrandi brotum og sætilmandi lækjum og pollum úr eiturbláum og fúksíarauðum smyrslum, fagurrauðum froðuslettum og stöku blettum af æpandi appelsínugulu litarefni eða kóbaltbláu og rauðbrúnu. „Það er best að ég komi mér,“ sagði hún, og sneri sér við í blindni með blæðandi hendurnar vafðar inn í kauðslegar dumbrauðar um- búðirnar. „Deirdre gefur þér kaffibolla,“ sagði Lúsían. „Það er best þú setjist og slappir af.“ Hann tók bursta og sópaði stól handa henni. Hún starði, óákveðin. „Svona nú. Þetta kemur fyrir alla, að líða eins og maður sé að springa. Fæst okkar þora að láta það eftir sér. Sestu nú niður.“ Þau söfnuðust öll í kring, ungmennin gáfu frá sér sefandi kvakhljóð, þau réttu fram hendurnar með fálmkenndu klappi og róandi hreyf- ingum. „Ég sendi þér ávísun.“ „Tryggingarnar borga. Hafðu engar áhyggjur. Ég er með allt tryggt. Þú hefur eiginlega gert mér greiða. Þetta voru ekki alveg réttu litirnir. Kannski breyti ég aftur til. Eða hirði tryggingarféð og hætti. Ég og vin- kona mín erum að hugsa um að opna sölubás á fornsölumarkaðnum. Með skartgripi. Frá fjórða og fimmta áratugnum. Hún hefur sam- bönd. Ég get hirt tryggingarféð og látið á það reyna. Ég er búinn að fá nóg af þessu. Ég skal segja þér dálítið, mig hefur oft langað til að brjóta hér allt og bramla, bara til að komast út úr þessu - þetta er eins og stórt 54 www.mm.is TMM 1999:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.