Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Síða 64
A.S. BYATT
krukku fullri af hrukkukremi í snælduna sem snerist hægar og hægar í
bleiku kreminu.
Þegar hún hafði lokið sér af- því áfram hélt hún, áfram hélt hún uns
ekkert var eftir til að kasta, því hún óttaðist það sem hlyti að gerast
þegar hún hefði lokið sér af- heyrðist hvorki stuna né hósti á stofunni.
Allt um kring hljómuðu einkennilegir hrjúfír tónar. Skál vóg salt á
glerhillu. Skæri dönsuðu á snaga með síminnkandi ofsa. Gler féll með
ójöfnum krampakenndum drunum á hillur og gólf, líkt og tónahagl.
Skrjáf í hárspennum á pappír. Þunglamalegt brak í skemmdum þilj-
um. Það blæddi úr höndum hennar. Það stirndi á glersallann á gólfinu
og Lúsían nálgaðist marrandi skrefum til að þurrka henni um hend-
urnar með handklæði. Hann var líka blóðugur, flekkir á skyrtunni
hans, væn sletta á enninu, ekkert sem orð var á gerandi. Þetta var ein-
kennilegur mannlaus orrustuvöllur, fullur af glitrandi brotum og
sætilmandi lækjum og pollum úr eiturbláum og fúksíarauðum
smyrslum, fagurrauðum froðuslettum og stöku blettum af æpandi
appelsínugulu litarefni eða kóbaltbláu og rauðbrúnu.
„Það er best að ég komi mér,“ sagði hún, og sneri sér við í blindni
með blæðandi hendurnar vafðar inn í kauðslegar dumbrauðar um-
búðirnar.
„Deirdre gefur þér kaffibolla,“ sagði Lúsían. „Það er best þú setjist
og slappir af.“
Hann tók bursta og sópaði stól handa henni. Hún starði, óákveðin.
„Svona nú. Þetta kemur fyrir alla, að líða eins og maður sé að
springa. Fæst okkar þora að láta það eftir sér. Sestu nú niður.“
Þau söfnuðust öll í kring, ungmennin gáfu frá sér sefandi kvakhljóð,
þau réttu fram hendurnar með fálmkenndu klappi og róandi hreyf-
ingum.
„Ég sendi þér ávísun.“
„Tryggingarnar borga. Hafðu engar áhyggjur. Ég er með allt tryggt.
Þú hefur eiginlega gert mér greiða. Þetta voru ekki alveg réttu litirnir.
Kannski breyti ég aftur til. Eða hirði tryggingarféð og hætti. Ég og vin-
kona mín erum að hugsa um að opna sölubás á fornsölumarkaðnum.
Með skartgripi. Frá fjórða og fimmta áratugnum. Hún hefur sam-
bönd. Ég get hirt tryggingarféð og látið á það reyna. Ég er búinn að fá
nóg af þessu. Ég skal segja þér dálítið, mig hefur oft langað til að brjóta
hér allt og bramla, bara til að komast út úr þessu - þetta er eins og stórt
54
www.mm.is
TMM 1999:1