Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 76
HELGIINGÓLFSSON um hönd og vatt sér aftur að almúgamanninum. „Skeyti þín eru hvöss, steinsmiður. Þau stinga.“ „Ég veit,“ svaraði Sókrates glaðbeittur. „Þeir segja það líka, vinnu- félagarnir. Eins og broddfluga, segja þeir.“ „Slík óskammfeilni gæti komið þér í koll.“ Herstjórinn var myrkur á svip. „Fyrr eða síðar.“ „Vonandi síðar.“ Ekkert dró úr hortugheitum Sókratesar. „Ég á enn eftir að lifa lífinu.“ Parmenídes hafði augljóslega gaman af þessum berorða alþýðu- manni. Lífsþreyta hans var rokin út í veður og vind, nú iðaði hann eins og unglingur sem nýlega hefur fengið hvolpavitið. „Það sem þú sagðir áðan,“ sagði hann, „hljómaði eins og þú hafir ekki mikið álit á hernaði, ungi maður. Skildi ég þig rétt?“ „Hernaður er heimska,“ svaraði Sókrates af hjartans sannfæringu. „Þeir sem dvelja öruggir í skjóli öflugs hers sjá stríð ef til vill í dýrðarljóma. En sá sem stendur í fremstu víglínu skynjar í augum andstæðingsins sama óttann og hann sjálfur ber í brjósti, og neyðist samt til að leggja til hans með vopni til að gera skyldu sína ...“ „Hvílík ekkisens fjarstæða,“ greip Períkles fram í og hló þurrum hlátri. „Svona tala bara lyddur. Allir vita hvílíks frægðarorðs hugrekki á vígvellinum getur aflað. Sjáðu bara hinar fornu hetjur. Agamemnon, Akkilles, Ajant...“ „ ... og enginn þeirra var gæfumaður,“ botnaði Sókrates setning- una. „Agamemnon myrtur af eiginkonu sinni við heimkomuna, Akk- illes féll vegna þess að hann taldi sig ósæranlegan, Ajant svipti sig lífi af geggjun. Þannig leikur stríðið menn. Fargar hamingjusömu heimilis- lífi, fyllir menn drambi, firrir menn viti.“ Parmenídes japlaði og skellti í góm. „En þú óttaðist í orrustunni?“ „Að sjálfsögðu.“ Sókrates leit forvitnilega á blindingjann. „Við slík- ar kringumstæður óttast allir.“ „Dauðann?“ Sókrates strauk höndum yfir þykkar varirnar eitt stundarkorn og hugsaði sig um. „Nei, ekki endilega dauðann. Frekar heimsku þeirra sem etja venjulegum mönnum út í opinn dauðann, þegar þeir gætu sáttir búið í samlyndi.“ „En þú barðist samt?“ „Að sjálfsögðu. Mönnum ber að gera skyldu sína.“ 66 www.mm.is TMM 1999:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.