Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 102
RAKEL SIGURGEIRSDÓTTIR
stærsta tækifæri ævi sinnar en heldur þó stöðugt áfram í þeirri viðleitni að
skerpa skáldgáfu sína, rekin áleiðis afvoninni um að henni endist ævin til að
ná fram þeirri sjaldgæfu fullkomnun sem þarf til að yrkja eitt smákvæði sem
nálgast það að vera sönn perla. En hún vissi að tími hennar var naumur og sú
vitneskja bergmálar í ljóðum hennar „því stutt er líf mitt,/ en listin löng.“23
Stundum verður þó ekki betur séð en Guðfinna sé í vafa um hvort glæstir
draumar hennar hafi brostið fyrir kaldhæðni örlaganna eða vegna eigin
gjörða. „1 skynseminnar þrönga búri brýzt/ nú brjóstsins fugl og órótt
vængjum slær.“ Kannski átti hún val. Það var ef til vill aðeins þröngt sjónar-
mið skynseminnar sem vængstýfði brjóstsins fugl þannig að hún fleygði sér
aldrei út í hinn stóra heim til að freista gæfúnnar. „En brjóstsins fugl í hörð-
um hlekkjum deyr./ Svo hljóðnar stund og enginn vængur meir.“24 Slíkar
efasemdir verða þó ekki allsráðandi nema í örfáum ljóðum sem skáldkonan
skildi effir sig í handriti. Af þeim er ljóst að útþráin og tryggðin við heima-
byggðina toguðust tíðum á í henni og þó hún tæki skyldurnar fram yfir lang-
anirnar vitjar minningin um gullið tækifærið hennar stöðugt og varpar
skugga á hversdagslegt líf hennar.
Þegar fram liðu stundir syrgði Guðfinna ekki aðeins horfha fjölskyldu-
meðlimi, bernskuheimilið Hamra og eigin styrk heldur líka og síðast en ekki
síst brostnar vonir. Að öllum jafnaði gaf hún sig samt ekki örvilnuninni á
vald eins og þar sem hún spyr „Hví skyldi mig ennþá dreyma“ heldur trúir á
ljósið þó það lýsi ekki sem skærast í hennar eigin tilveru. Þegar hún kveður
um eigið skipbrot kennir þar mun frekar skilningsríkrar undirgefni og
óbilandi trúar á einhverja æðri forsjón en heiftarþrungna reiði eða uppgjöf
gagnvart fánýti allra hluta:
Nú syngur nóttin hverju böli bætur
og blóðgar kveldsins undir tárum þvær.
Sitt bros og vonir hún í hljóði grætur,
því hjarta dagsins geymir kaldur sær.
Eg átti forðum hamingjunnar hjarta.
Þá himinn guðs mér brosti fjær og nær.
Nú kveður nöpur náhljóð nornin kalda,
á nýju leiði tárvot moldin grær.
Mín harmanótt, syng hverju böli bætur,
sjá blikur dags við yztu dauðans höf.
Hver dropi blóðs, er helsært hjartað grætur,
sé himindögg á minna vona gröf.25
92
www.mm.is
TMM 1999:1