Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 115
WILLIAM BUTLER YEATS, SKÁLDIÐ í MIÐJU STORMSINS reikninginn. Var frumvarpi að heimastjórn handa írlandi hafnað í þinginu 1893 og þar með virtist sem endi væri bundinn á þessa lotu í baráttunni. En með falli Parnells 1890 voru leyst úr læðingi annars konar öfl sem áttu eftir að reynast hvati að blóðugu framhaldi sjálfstæðisbaráttunnar. Þetta sáu menn reyndar ekki fyrir því að í upphafi var einungis um það að ræða að nokkrir áhugamenn um forna menningu írlands fengju sig fullsadda á dægurþrasi stjórnmálanna og snéru sér að öðrum hugðarefnum. Sjá menn gjarnan stofnun The Gaelic League árið 1893 sem tímamót því þótt samtök þessi legðu lengstum mesta áherslu á endurreisn gelísku tungunnar reyndust þau er fram liðu stundir útungunarstöð fyrir alls kyns róttæklinga og upp- reisnarseggi sem tóku að nýta sér menningararfleifðina sem táknrænt vopn í sjálfstæðisbaráttu sem átti eftir að reynast harla blóðug.14 I upphafi var fjölda mótmælenda að finna í þessari nýju menningar- tengdu hreyfingu, sem The GaelicLeaguevar angi af, og deildu menn eins og Yeats sjálfstæðisþránni með kaþólikkum innan hennar þrátt fýrir að hann kæmi úr annarri kirkjudeild og væri af yfirstéttaruppruna. Skein þjóðernis- kennd Yeats í gegn í ljóðum hans og viðfangsefnum þar enda hafði hann mikinn áhuga á að reisa úr öskustó gleymskunnar keltneska menningararf- leifð írlands líkt og Douglas Hyde, stofnandi The Gaelic League, sem einnig var mótmælendatrúar. En þjóðerniskennd Yeats skein ekki síður í gegn í leik- riti hans Cathleen ni Houlihan sem sett var á svið í Dublin árið 1902. Þar táknaði gamla konan Cathleen fósturjörðina írland sem skammaði börn sín fyrir að vanrækja sig en hældi jafnframt öllum þeim er létu að sér kveða áður fyrr og þeim er seinna meir ættu eft ir að fórna sér í nafni hennar. Leikritið var vatn á myllu þjóðernissinna í pólítískum átökum um framtíð írlands og stuðlaði að aukinni róttækni þeirra.15 Þar stóðu framarlega menn eins og D.P Moran sem tók að halda fram þeim augljósa sannleik að írsk þjóð væri de facto kaþólsk þjóð. Menn úr yfirstétt mótmælenda gátu að hans mati aldrei, sama hversu mjög þeir reyndu að læra gelísku eða afneituðu stéttarstöðu sinni, talist annað en „óírskir.“16 Þessi málflutningur kom meðal annars til af því að þótt Yeats og margir aðrir mótmælendur deildu þjóðfrelsisþránni með kaþólskum var ekki svo meðal allra mótmælenda. Þetta átti sérstaklega við um nyrstu sýsluna Ulster en þar réðu ríkjum mótmælendatrúaðir ,sambandssinnar‘ sem alls ekki vildu sjálfstæði til handa írlandi heldur óbreytt konungssamband við Bret- land, og gerðu sig líklega til að berjast til síðasta manns til að verja það sam- band, Ulster willfight and Ulsterwill be rightvoru einkennisorð þeirra. Þessi pólitískt gjörólíku markmið ollu því að róttækir þjóðernissinnar leituðu leiða til að skilgreina hina pólitísku andstæðinga sem óírska og óþjóðlega yfirstétt sem vitaskuld átti ekki að hafa áhrifavald um framtíð írlands. Varð TMM 1999:1 ww w. m m. is 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.