Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 120
ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON ekki hvort hann notaði pennana nokkurn tíma, það var eins og hann vissi ekki af þeim. Pabbi kom þegar maður var ekki að hugsa um hann. Þegar ég sakn- aði hans ennþá reyndi ég eins og ég mögulega gat að hugsa ekki um hann, með því taldi ég aukast líkurnar á því að hann birtist óvænt. En smám saman hætti ég alveg að hugsa um hann og söknuðurinn hvarf niður á dýpi óljósra minninga. Engu að síður fagnaði ég óvæntum heimsóknum hans. Hann kom oftast á niðdimmum vetrarkvöldum þegar ég var einn heima, tók sér stutta pásu frá akstrinum. Húsið okk- ar stóð nokkuð afskekkt nálægt sjónum, utan við byggðarkjarna hverfisins, hjúpað þykku myrkri á kvöldin, svo maður sá það ekki þeg- ar ekið var heimleiðis eftir sjávarbrautinni. Þegar ég heyrði sjaldgæft taktfast díselhljóðið vissi ég að pabbi var kominn, þó ég hefði ekki leitt að honum hugann vikum eða mánuðum saman; hingað átti ekki annar leigubíll erindi. Samt þusti ég alltaf að eldhúsglugganum: gult taxamerkið virtist hanga í lausu lofti í svarbláu myrkrinu sem gleypti bílinn og pabba þrátt fyrir kveikt framljósin. Pabbi hitaði sér sjálfur kaffi í eldhúsinu þó hann væri að öðru leyti ekki vanur að gera sig heimakominn hjá okkur, svona löngu burtflutt- ur. Það var heimilisleg og notaleg sjón. Þó saknaði ég hans ekki lengur, ég var m.a.s. orðinn feiminn við hann og stundum fannst mér feimnin gagnkvæm. Við tefldum alltaf eina skák í eldhúsinu. Vegna tímahraks tapaði pabbi oftast, við höfðum ekki skákklukku og hann gat ekki stoppað nema stutt vegna leiguakstursins. Ég nýtti mér þessar aðstæður út í ystu æsar og tók mér langan umhugsunartíma. Þessi ósanngirni fór dálítið í taugarnar á pabbi, með því skynjaði ég að ég var orðinn stór þó ég væri ekki fullorðinn, nokkrum árum áður hafði hann kennt mér mannganginn og reynt árangurslaust að láta mig vinna sig. Við töluðum lítið saman og eftir skákina hvarf pabbi aftur út í myrkrið til að keyra „fyllibyttur, glæpamenn og ruglaðar kerlingar“, eins og hann orðaði það. Ég hlustaði á díselhljóðið fjarlægjast og eftir að það var runnið saman við óljósan bílniðinn í borginni ímyndaði ég mér að ég gæti greint það frá honum og fylgt pabba eftir á ferðum hans. Þegar hann bjó ennþá hjá okkur hafði ég oft hlustað á bílniðinn langtímum saman í von um að bílhljóð pabba greindi sig frá honum og víbraði stuttu síðar í húsveggjunum. Þannig hafði söknuðurinn eft- 110 www.mm.is TMM 1999:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.