Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 120
ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON
ekki hvort hann notaði pennana nokkurn tíma, það var eins og hann
vissi ekki af þeim.
Pabbi kom þegar maður var ekki að hugsa um hann. Þegar ég sakn-
aði hans ennþá reyndi ég eins og ég mögulega gat að hugsa ekki um
hann, með því taldi ég aukast líkurnar á því að hann birtist óvænt. En
smám saman hætti ég alveg að hugsa um hann og söknuðurinn hvarf
niður á dýpi óljósra minninga. Engu að síður fagnaði ég óvæntum
heimsóknum hans. Hann kom oftast á niðdimmum vetrarkvöldum
þegar ég var einn heima, tók sér stutta pásu frá akstrinum. Húsið okk-
ar stóð nokkuð afskekkt nálægt sjónum, utan við byggðarkjarna
hverfisins, hjúpað þykku myrkri á kvöldin, svo maður sá það ekki þeg-
ar ekið var heimleiðis eftir sjávarbrautinni.
Þegar ég heyrði sjaldgæft taktfast díselhljóðið vissi ég að pabbi var
kominn, þó ég hefði ekki leitt að honum hugann vikum eða mánuðum
saman; hingað átti ekki annar leigubíll erindi. Samt þusti ég alltaf að
eldhúsglugganum: gult taxamerkið virtist hanga í lausu lofti í svarbláu
myrkrinu sem gleypti bílinn og pabba þrátt fyrir kveikt framljósin.
Pabbi hitaði sér sjálfur kaffi í eldhúsinu þó hann væri að öðru leyti
ekki vanur að gera sig heimakominn hjá okkur, svona löngu burtflutt-
ur. Það var heimilisleg og notaleg sjón. Þó saknaði ég hans ekki lengur,
ég var m.a.s. orðinn feiminn við hann og stundum fannst mér feimnin
gagnkvæm.
Við tefldum alltaf eina skák í eldhúsinu. Vegna tímahraks tapaði
pabbi oftast, við höfðum ekki skákklukku og hann gat ekki stoppað
nema stutt vegna leiguakstursins. Ég nýtti mér þessar aðstæður út í
ystu æsar og tók mér langan umhugsunartíma. Þessi ósanngirni fór
dálítið í taugarnar á pabbi, með því skynjaði ég að ég var orðinn stór þó
ég væri ekki fullorðinn, nokkrum árum áður hafði hann kennt mér
mannganginn og reynt árangurslaust að láta mig vinna sig.
Við töluðum lítið saman og eftir skákina hvarf pabbi aftur út í
myrkrið til að keyra „fyllibyttur, glæpamenn og ruglaðar kerlingar“,
eins og hann orðaði það. Ég hlustaði á díselhljóðið fjarlægjast og eftir
að það var runnið saman við óljósan bílniðinn í borginni ímyndaði ég
mér að ég gæti greint það frá honum og fylgt pabba eftir á ferðum
hans. Þegar hann bjó ennþá hjá okkur hafði ég oft hlustað á bílniðinn
langtímum saman í von um að bílhljóð pabba greindi sig frá honum
og víbraði stuttu síðar í húsveggjunum. Þannig hafði söknuðurinn eft-
110
www.mm.is
TMM 1999:1