Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 124

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 124
ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON Skyndileg fann ég augu eigandans hvíla á mér. Ég leit til hans og sá að það vottaði fyrir áhyggjusvip. Það tíðkaðist líklega ekki að taka plöturnar úr umslögunum. Ég setti plötuna aftur í og lagði hana á af- greiðsluborðið. Sama dag, þegar ég var nýbúinn að setja plötuna á fóninn, hringdi síminn. Ég hætti við að setja nálina á og flýtti mér að svara. Söguhjart- að var undir áhrifum af plötufundinum og því sannfært um að þetta væri merkilegt símtal. Þó berast mér nánast aldrei merkileg símtöl. í símanum var systir mín. Ég hafði ekki heyrt í henni í meira en mánuð. Hún færði mér fréttir af pabba sem ég hafði ekki séð í hálft ár og ekki leitt að hugann fýrr en eftir þennan hringstigadraum örfáum dögum áður: Hún tjáði mér að pabbi hefði verið lagður inn á geðdeild vegna taugaáfalls og þunglyndis. „Hann er í djúpri geðlægð“, sagði hún há- tíðlega. Systkini mín voru töluvert eldri en ég þegar pabbi flutti frá okkur, þau hafa því haldið mun meira sambandi við hann en ég. Alla frásögnina sveiflaðist systir mín frá þessum hátíðleika til góðlegrar hæðni og hláturs. Annar hluti hennar er undir áhrifum hans, enda er hún trúnaðarmaður hans frá barnsaldri, hinn hlutinn er lífsreynd kona sem sér hann hlutlausum augum. Báðar persónur hennar áttu vel við hér þar sem frásögnin var bæði alvarleg og spaugileg. Pabbi hafði verið eins og hengdur upp á þráð í nokkurn tíma. Raun- ar hafði legið illa á honum allar götur frá því hann keypti sendibílinn. Ég vissi ekki að hann hefði keypt sendibíl. Mundi bara að hann hafði einhvern tíma keyrt sendibíl þegar ég var lítill. Síðast þegar ég vissi var hann kokkur á millilandaskipi en hafði nú misst plássið vegna sam- dráttar og klíkuskapar og keypt sendibíl. „Vissirðu þetta ekki?“ spurði systir mín undrandi. Pabbi var ekkert unglamb lengur og sendibílsaksturinn tók á taug- arnar. Síðustu vikurnar fyrir áfallið hafði hann hringt á hverju kvöldi í systur mína og kvartað undan akstrinum. Ofan á þetta bættist að hann hafði nýlega sagt skilið við níundu sambýliskonu sína, þá sjöttu sem var íslensk. Það samband hlaut að hafa staðið stutt því ég taldi hann ennþá vera með þeirri konu sem hann hafði búið með þar á undan. Þó hann hefði ekki þolað nærveru konunnar lengur kom á daginn að hann þoldi einveruna ennþá verr. Að missa skipspláss, lenda í vinnu sem maður þolir ekki og slíta 114 www.mm.is TMM 1999:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.