Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 124
ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON
Skyndileg fann ég augu eigandans hvíla á mér. Ég leit til hans og sá
að það vottaði fyrir áhyggjusvip. Það tíðkaðist líklega ekki að taka
plöturnar úr umslögunum. Ég setti plötuna aftur í og lagði hana á af-
greiðsluborðið.
Sama dag, þegar ég var nýbúinn að setja plötuna á fóninn, hringdi
síminn. Ég hætti við að setja nálina á og flýtti mér að svara. Söguhjart-
að var undir áhrifum af plötufundinum og því sannfært um að þetta
væri merkilegt símtal. Þó berast mér nánast aldrei merkileg símtöl. í
símanum var systir mín. Ég hafði ekki heyrt í henni í meira en mánuð.
Hún færði mér fréttir af pabba sem ég hafði ekki séð í hálft ár og ekki
leitt að hugann fýrr en eftir þennan hringstigadraum örfáum dögum
áður: Hún tjáði mér að pabbi hefði verið lagður inn á geðdeild vegna
taugaáfalls og þunglyndis. „Hann er í djúpri geðlægð“, sagði hún há-
tíðlega. Systkini mín voru töluvert eldri en ég þegar pabbi flutti frá
okkur, þau hafa því haldið mun meira sambandi við hann en ég. Alla
frásögnina sveiflaðist systir mín frá þessum hátíðleika til góðlegrar
hæðni og hláturs. Annar hluti hennar er undir áhrifum hans, enda er
hún trúnaðarmaður hans frá barnsaldri, hinn hlutinn er lífsreynd
kona sem sér hann hlutlausum augum. Báðar persónur hennar áttu
vel við hér þar sem frásögnin var bæði alvarleg og spaugileg.
Pabbi hafði verið eins og hengdur upp á þráð í nokkurn tíma. Raun-
ar hafði legið illa á honum allar götur frá því hann keypti sendibílinn.
Ég vissi ekki að hann hefði keypt sendibíl. Mundi bara að hann hafði
einhvern tíma keyrt sendibíl þegar ég var lítill. Síðast þegar ég vissi var
hann kokkur á millilandaskipi en hafði nú misst plássið vegna sam-
dráttar og klíkuskapar og keypt sendibíl. „Vissirðu þetta ekki?“ spurði
systir mín undrandi.
Pabbi var ekkert unglamb lengur og sendibílsaksturinn tók á taug-
arnar. Síðustu vikurnar fyrir áfallið hafði hann hringt á hverju kvöldi í
systur mína og kvartað undan akstrinum. Ofan á þetta bættist að hann
hafði nýlega sagt skilið við níundu sambýliskonu sína, þá sjöttu sem
var íslensk. Það samband hlaut að hafa staðið stutt því ég taldi hann
ennþá vera með þeirri konu sem hann hafði búið með þar á undan. Þó
hann hefði ekki þolað nærveru konunnar lengur kom á daginn að
hann þoldi einveruna ennþá verr.
Að missa skipspláss, lenda í vinnu sem maður þolir ekki og slíta
114
www.mm.is
TMM 1999:1