Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 158

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 158
Ritdómar Nútímasaga af Sturlungum Thor Vilhjálmsson: Morgunþula í stráum. Mál og menning 1998. Með Morgunþulu í stráum kemur Thor Vilhjálmsson lesendum sínum skemmti- lega á óvart, og hefur svo sem gert það hvað eftir annað síðasta áratug. Hér fáum við bók sem sækir efnivið aftur til Sturlungaaldar og leikurinn berst frá íslandi til Frakklands og Ítalíu og aftur heim. Aðalpersónan er söguleg, höfðing- inn Sturla Sighvatsson. Atburðarás fylgir allnákvæmlega því sem frá segir í Sturl- ungu svo langt sem hún nær, atburðir jafnvel ársettir í kaflafyrirsögnum. Al- mennt er þessi bók miklu nær því að mega kallast söguleg skáldsaga en Grámosinn glóir. Hér er fjallað um ákveðna nafngreinda persónu sem er vaxin upp úr tilteknu sögulegu umhverfi og mótast af því, samtímis því sem þessi persóna er sýnd í ljósi hins algilda, sam-mannlega. Að baki býr rækileg heimildakönnun, ekki aðeins á Sturl- ungu heldur almennt á bókmenntum og hugmyndaheimi miðalda. Þannig er grunnur sögunnar lagður, en segja má að hún sé urn leið vitnisburður þess hvað miðaldamenn og nútímamenn eigi margt sameiginlegt þrátt fýrir allt, eða kannski hvað lifi mikið af miðaldamann- inum í okkur sjálfum. Það er ekki erfitt að gera sér í hugar- lund hvað hefur skírskotað til Thors í lýsingu Sturlu Sighvatssonar, þessa glæsilega Dala-Freys sem sameinar í sér svo marga þætti íslenskrar samtíðar sinn- ar en gerir jafnframt víðreist og kynnist menningu umheimsins. Og ber auk þess í sér undarlegar þverstæður eins og fræði- menn hafa sýnt og reynt að finna skýringar á. Greinileg aðdáun Sturlu Þórðarsonar á þessum frænda sínum og nafna hefur naumast gengið í arf tO síðari ffæðimanna. Til að mynda segir Einar Ólafur Sveinsson í bók sinni um Sturl- ungaöld: „Það hefur áreiðanlega ekki bætt siðferði Sturlu Sighvatssonar, að hann fór til Rómaborgar og lét hýða sig þar, enda er það sannast sagna um þennan glæsilega Sturlung, að hann er einhver óþarfasti maður hér á landi á þessari öld“. Sem dæmi um gagnstæða túlkun má nefna þá sem Marlene Ciklamini bar fram á Sturlu- stefnu: að mynd hans markist af því að hér sé Sturla Þórðarson að skipa nafna sínum í kristilegt samhengi samkvæmt hug- myndaffæði síns tíma, sýna leiðina ffá of- drambi til eftirfarandi iðrunar og afturhvarfs. Þannig stafi fýrirhyggjuleysi hans og meint ráðaleysi fyrir hinstu orr- ustuna af því að hugur hans hafi snúist frá metnaðargirnd og oflæti til auðmýktar og umhugsunar um eigin sálarheill. Hvaða tökum tekur Thor svo slíkt efni? Hann skapar heim umhverfis þennan mann. Náttúruna sem hann elst upp við, bernskudrauma hans og leiki meðan ver- öld hans er enn þá heil og sýnir hvernig þeir draumar eru síðan kæfðir í harð- neskjulegri veröld hinna fullorðnu. Síðan 148 www.mm.is TMM 1999:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.