Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 160

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 160
RITDÓMAR sínu framan í þessa ásjónu og kemur í kinn manninum og þvert gegnum munninn og út um kinnina hina. Þá lýstur hinn á móti orðinn sár og missti Sturlu og sveiflar öxi sinni öfugri að honum og kom í baksveiflu á handlegg Sturlu sem lamdist undir brynjunni og skripluðu fætur og missti þeirra og hrapaði í brúkið, sleipan og skreipan þarann með belgjum og blöðrum einsog ósjáandi augu og liggur þarna undir blossandi öxinni og hló eggin kalt við honum í sólfari dagsins, og sjávarsvarrandinn æpti að honum (65). Hér, eins og víðar, birtist tvöföld miðlun umhverfis og atburða, sögumannsins og Sturlu. Thor Vilhjálmssyni er eiginlegt að bregða upp myndum. Myndsýnin ræður framvindu textans. Hann kryfur ekki, skilgreinir ekki, heldur gefur persónunni lit og líf með því að birta mynd hennar við aðstæður sem afhjúpa hana. Hér er Sturla á ferð í þoku: Heimurinn var allur þrunginn gerj- andi göldrum í streymandi þokunni. Hraunhólar urðu virki og grjótnibbur að turnum. Maðurinn sem reið á und- an þér öðlaðist goðmætti. Örlög hans tóku að skipta máli. Örlög hvers sem grillti í þar sem þokan sveif yfir lautum og gerði að kötlum þar sem var brugg- að, pottum norna, synti um hraun og hörg og ása fjær sem sáust ekki frá göt- um hestanna. Ómur af tali, hestur rak við, gnarr í grjóti undan skeifu. Niður vatna sem hvergi sýndust. /.../ Þú veizt af liði þínu í kringum þig, á undan og eftir í þokunni. Þú veizt af því í hugsun þinni. Þó ertu einn. Þó ertu aleinn. Hvað stoðaði að ráða öllu landinu, ef þér hefði ekki tekizt það sem þér var ætlað að gera? Hvenær fór maður upp, hvenær niður? Og þótt hugur þinn sækti sér tröll að takast á við úr stór- mæli landslagsins, þá gat hann ekki trú- að neinni sögu. Það var ekki dagur, það var ekki nótt. Ekki aftur né fram. Bara þokan sem þjarmaði að berskjaldaðri vitund. /.../ Hann renndi augum yfir þessa gránuðu sveit, og hvítt í fjöllum, og brúnt í grámanum; og sá að í þessu spori hafði hann sjálfur sprengt nokkur skorpin bláber á lynginu einsog blá augu blóðguðust undan ferð mannsins. (81-2). Náttúran er ívaf allrar frásagnarinnar, sem áhrifavaldur, sem líking og tákn. Víða er brugðið upp myndum í lauslegum tengslum við atburðarás en sem dýpka inntak hennar. Hestar eru merkileg og margræð tákn í allri sögunni. Sighvatur hefur kallað Sturlu til sín á eintal í lokrekkjunni og í stað reiði föðurins skynjar hann velþóknun hans: Þannig lágum við tveir á hægindunum og þögðum, tveir menn. Þá fór þoka um grundirnar. Hestarnir voru stórir og dularfullir úti á túninu, sumir voru niðri við á og sáust varla, voru einsog nývaktar þústir á sléttu landinu, eða hnökrar sem nóttinni hafði láðst að hirða með sér þegar hún geymdi sitt myrkur og gránaði. (31) Tæpur helmingur sögunnar fjallar um ut- anförina eins og fyrr var sagt. Hér gengur hinn ungi maður inn í heim náttúru og mannlífs sem er gerólíkur því sem hann hefur áður séð, og myndirnar eru aðrar en í hömrunum heima. Sturla lendir í þrumuveðri og finnst þar vera boðaður dagur reiðinnar, hrífst af tónlist sem lyftir honum upp yfxr stað og stund og gefur víða sýn yfir héraðið og 150 www.mm.is TMM 1999:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.