Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 162

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 162
RITDÓMAR í öllum flokkum leyndust menn sem máttu ekki sjást, svarnir íjandmenn, ódæðismenn sem höfðu brugðið trúnaði, látið greipar sópa um eigur, svívirt konur, saurgað híbýli og drýgt önnur þau ódæði sem ekki fyrirgáfust fyrren ný bandalög og nýir hagsmunir leiddu óvini saman í nýja sveit, til nýrra vígaferla. (61) Þessi fyrsti bókarhluti er rammaður inn af tveimur smáköflum sem báðir nefhast „Drengur á fjalli (1208)“. I hinum fyrri sést Sturla 9 ára gamall í máttlausri upp- reisn gegn föður sínum, hverfur að heiman hátt upp í fjall og horfir niður að bænum, ákveðinn að koma ekki heim fyrr en honum sjálfum sýnist. En þá finnst honum hann sjá svip föður síns greyptan í bergið, fyllist skelfingu og hraðar sér til baka. Síðari kaflinn er draumsýn um einhvers konar paradís- artilveru í salarkynnum djúpt inni í fjall- inu þar sem tíminn stendur kyrr í friði og eindrægni og tveir drengir gleyma sér í leik, en síðan sinna þeir ekki aðvörunum húsráðenda og kveða sig út úr berginu og höllin er lukt og týnd að eilífu, leikbróð- irinn horfinn. Þetta tvennt: föðurvaldið og bernsku- vinátta Sturlu og Arons sem síðan fellur skuggi á og umturnast yfir í fjandskap og heift þegar hefndarskylda ættarinnar kallar, eru sterkustu þræðirnir í hugarlýsingu Sturlu í þessum fyrsta bók- arhluta. 1 utanferðarköflunum dýpkar myndin og skýrist jafnt og þétt. Sturla verður margs fróðari af lestri bóka og samtölum við menn og verður fyrir sterkum áhrifum af því sem hann sér og reynir. Ferðalagið verður hvort tveggja í senn, landkönnun og sjálfsskoðun. Það sem ber fyrir augu og eyru vekur óþægilegar endurminningar og áleitnar spurningar. Sturla sækir heim munklífi, hallir og ræningjabæli, grefur sig í fönn, leitar skjóls í jarðhúsi þegar ræningjar æða yfir og slátra hverju mannsbarni sem fyrir þeim verður. Hann kynnist trúar- stefnum samtímans, svo sem kenningum heilags Frans og samtímaritum sem segja meðal annars ffá hroðalegum pínslum syndara eftir dauðann. Sá lestur, og ekki síður rotnandi valkestir sem þeir ganga fram á vekja óþægilegar minningar um miskunnarlausar aftökur sem hann hefur sjálfur staðið að. Hann fer að draga í efa það sem hann hefur áður trúað á, meðal annars dómgreind föður síns, þessa grá- glettna karls sem var honum „erfiðastur allra“ (111), skelfist kröfur hans. En ekki síst hefur hann áhyggjur af eigin sálarheill. Þegar á ferðina líður verður sú hugsun æ áleitnari að hann þurfi að fá aflausn páfa ekki aðeins vegna misgjörða við Guð- mund biskup heldur einnig vegna þess sem hann hefur safnað á sig á leiðinni og ekki síst vegna ofbeldisverka og víga sem hann hafði látið vinna á íslandi. Eftir heimkomuna sjáum við hann í svipmyndum fara einförum frá mönnum sínum, rifja upp liðna atburði svo sem víg Tuma bróður síns, þess sem „fór á undan honum í hetjugervinu“ (244), úrræða- lausan og í hugarkvöl. í stað glaðra nátt- úrumynda birtist landið einatt sviðið eða blóði stokkið í hugarórum eða draumum sem boða feigð. Solveig sem hefur áður reynt að hlynna að honum og breiða yfir bresti hans snýr við honum baki. Það ligg- ur engin leið til baka. Aðeins guðirnir geta breytt um gervi eftir eðli draumsins. Raunverulegar brigðlausar hetjur eru hvergi til nema í leik eða ljóði. En sá sem einu sinni hefur íklæðst gervi hetjunnar er bundinn því ævilangt: Hann horfði í grænt auga vatnsins, og horfði þangað til það varð svart. Hann vissi að hann mundi aldrei geta rykkt grímunni af sér. Hún var holdgróin, undir var bara blóðugur rosinn sem 152 ww w. mm TMM 1999:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.