Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 19
TILBRIGÐl VIÐ FORTÍÐ Osturinn ogormarnir talin marka upphaf ítalska skólans í einsögufræðum.11 í því riti varpar Ginzburg ljósi á heimsmynd malarans Menoccios og sýnir um leið hvernig hún mótast af orðræðu alþýðumenningarinnar en stangast á við orðræðu millistéttarinnar sem og hina opinberu orðræðu stjórnkerfis- ins. Helstu heimildir sem Ginzburg nýtti sér við rannsóknina voru réttar- skjöl sem eðli sínu samkvæmt eru ekki aðeins heimild um orðræðu stjórnkerfisins heldur einnig orðræðu þess sem yfirheyrir (millistéttar) og orðræðu þess sem er yfirheyrður (alþýðu). Ginzburg segir í inngangi að enskri útgáfu bókarinnar að það hafi einkum verið kenningar bókmennta- fræðingsins Míkhaíl Bakhtíns sem opnuðu augu hans fyrir því að orðræður ólíkra hópa innan samfélagsins stönguðust ekki aðeins á heldur hefðu jafn- framt áhrif á hvor aðra.12 Þetta viðhorf stangast á við ríkjandi sjónarmið breskra og bandarískra sagnfræðinga. í bókinni ThePopular Culture in Early Modern Europe færir breski sagnfræðingurinn Peter Burke til að mynda rök fyrir því að með auknum áhuga millistéttarinnar á alþýðumenningu undir lok átjándu aldar hafi menning alþýðunnar farið að hafa áhrif á menningu og lífsviðhorf millistéttarinnar.13 Burke telur að fram að þeim tíma hafi menningarstreymið verið einhliða, það er frá hástétt til lágstéttar. í bókinni um „ostinn og ormana“ sýnir Ginzburg fram á að svo hafi ekki verið heldur hafi fremur verið um hringrás að ræða milli ólíkra orðræðuhefða í því sam- félagi sem hann tekur til athugunar. En það er fleira en hugmyndin um hringrás menningarinnar sem ein- sögufræðingar sækja til Bakthíns. f grein um forsögu og forsendur skáldsög- unnar sýnir Bakthín fram á hvernig unnt er að brjóta upp form, hvort sem er form tungumáls, bókmenntagreinar eða menningar, með því að skopstæla það.14 Það sama á við um sögupersónur sem skapaðar eru innan ákveðins samhengis. Með því að rífa sögupersónur úr því samhengi sem þeim var ætl- að að þjóna og koma þeim fýrir innan sviðs þar sem þær stangast á við sam- hengi hlutanna er verið að draga fram hvernig sú orðræða sem persónan endurspeglar lýtur aðeins að því samhengi sem hún er sprottin úr um leið og ljósi er varpað á víðari skírskotun hennar. Með því að beita þessari aðferð verður bókmenntafræðingurinn meðvitaður um þær ólíku orðræðuhefðir sem takast á innan ákveðins skáldverks um leið og hann uppgvötar eiginleika hverrar orðræðu fyrir sig. Svipað er verk sagnfræðingsins sem nýtir sér yfir- heyrslu menntamanna yfir alþýðumanni á sextándu öld. Heimildirnar, þ.e. réttarskjölin, hafa rifið alþýðumanninn úr sínu vanalega umhverfi og stillt honum upp fýrir framan menntamenn sem koma úr öðru menningarum- hverfi en alþýðumaðurinn og tala því annað mál. í réttarsalnum takast á ólíkar orðræðuhefðir og ólíkir menningarheimar sem þegar betur er að gáð eiga þó ýmislegt sameiginlegt og það sameiginlega opinberast sagnfræð- TMM 1999:3 www.mm.is 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.