Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 25
TILBRIGÐl VIÐ FORTÍÐ meginatriði einsögunnar sem er leit að sannleika fremur er framsetning sannleika. í ritdeilum við sagnfræðinginn Robert Finley um möguleika og takmarkanir sagnfræðinga til að varpa ljósi á liðna tíð nefnir bandaríski ein- sögufræðingurinn Natalie Zemon Davis þennan þátt sem meginatriði að- ferðaffæði sinnar. Þar segir hún að fyrsta einsöguritið sem hún skrifaði, The Return ofMartin Guerre, sé tilraun með sannleika. Þá leggur hún ríka áherslu á að frásögnin sé byggð upp á þann hátt að hún hvetji lesendur til að spyrja sig spurninga er varða mörk sannleika og sköpunar í sagnfræðitexta.28 Þessi leit einsögufræðingsins að sannleika er það sem Ginzburg telur að skilji milli einsögufræðings og rithöfundar. Einsögufræðingurinn setur niðurstöðu rannsóknar sinnar fram í ffásögn sem rofin er reglulega með eyðum sem myndast þegar sagnfræðingurinn getur ekki skýrt atburði fortíðar með því að vitna í heimildir heldur neyðist til að beita sköpunargáfunni til að fylla í eyðurnar. í stað þess að skálda í eyðurnar, eins og rithöfundur myndi gera, gerir einsögufræðingurinn eyðurnar að umfjöllunarefni sínu og leggur meiri áherslu á að ræða þær spurningar sem heimildirnar vekja í stað þess að koma með svör við þeim sem gefa sig út fyrir að vera sannleikurinn sjálfur. Það sem einkum skilur á milli sagnfræðirits og sögulegrar skáldsögu að mati Ginzburgs er leitin að sannleika um þann veruleika sem skilgreindur er sem fortíð.29 Tilbrigði Ef sannleiksleitin í sagnfræði er að engu höfð missir sagnfræðingurinn tengsl við fortíðina sjálfa og verður ófær um að skapa tilbrigði við hana. Rétt eins og tónverk sem er tilbrigði við annað tónverk missir tengsl við fyrirmynd sína og öðlast sjálfstæða tilvist ef of margar nótur eru felldar út eða þeim breytt, missir sagnfræðirit tengsl við fortíðina sjálfa ef óvarlega er farið með stað- reyndir. Franklin Ankersmit orðaði þetta á þá leið að í sagnfræði leiði stað- reyndir um hið einstaka úr fortíðinni til almenns sögulegs sannleika í fléttunni, en að í sagnfræðilegri skáldsögu sé þessu öfugt farið. Þar byggir höfundurinn einstakar staðreyndir á þeim ályktunum sem hann dregur af hugmynd sinni og hugmyndum annarra um fortíðina, það er á almennri söguþekkingu.30 Af þessu má draga þá ályktun að það sé annars vegar með- ferð staðreynda og flétta þeirra sem segi til um hvort sá sannleikur, sem felst í riti um fortíðina, sé tilbrigði við fortíðina sjálfa eða hvort hann sé fyrst og fremst heimild um ímyndaðan heim höfundarins. Sá sannleikur sem höf- undur skáldverksins birtir er aðeins sannur innan verksins sjálfs, en tilvist sagnfræðiritsins byggir á því að það feli í sér sannleika um veruleika sem stendur utan bæði verksins og orðræðunnar.31 TMM 1999:3 www.mm.is 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.