Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 117

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 117
RITDÓMAR dáta sem hún harmar ennþá áratugum síðar, pikkföst í nostalgíu og söknuði eft- ir horfmni fegurð. Eina fegurðin sem hún sér er fegurðin í botni flöskunnar og það er að sjálfsögðu fölsk fegurð. Sjálf er hún fögur í skörpum og skemmtilegum persónuleika og því harmar lesandinn örlög hennar. Það er ekki oft sem maður sér ungan rithöfund taka svona vel á persónum og umhverfi í sinni íyrstu bók og það verður spennandi að fylgjast með vonandi löng- um og farsælum höfundarferli Auðar Jónsdóttur. Og hver veit nema saga Diddu muni opna einhverri „venjulegri" stelpu nýjar dyr rétt eins og Eva Luna opnaði Diddu hennar! Sigríður Albertsdóttir Úr Surtshelli í Landsbókasafn Einar Kárason: Norðurljós. Mál og menning (1998), 288 bls. I lok skáldsögunnar Norðurljós eftir Ein- ar Kárason er söguhetjan, Svartur Pét- ursson, kominn til Reykjavíkur eftir mikið ævintýraflakk „vítt og breitt um ísland, um byggðir og hrollköld öræfi, og þaðan til Noregs og Kaupmannahafnar“, eins og stendur á öftustu kápusíðu, og meðan hvíti dauðinn er smám saman að klófesta hann þar, leggur hann stein við stein í útveggi tugthússins í félagi við Arnes útileguþjóf og fleiri dándismenn af því tagi. Og það var vitanlega áður en til nokkurs tals kom að breyta tugthús- inu í stjórnarráðshús. Hér er lesandinn sem sé kominn beint aftur í hringiðu 18. aldar og er Norðurljós það sem venjulega er kallað „söguleg skáldsaga". En slíkar sögur geta verið með ýmsum hætti, og gera menn gjarnan greinarmun á ævintýrasögum, þar sem fortíðin er einungis litríkur bakgrunnur með brokkgengum persónum og spenn- andi örlagasögum sem höfundur í tíma- hraki þarf jafnvel ekki að hafa fyrir að finna upp, og svo hins vegar „raunveru- legum“ sögulegum skáldsögum, byggð- um á rannsóknum og þekkingu á fortíðinni, þar sem reynt er að takast á við vandamál sögunnar á einhvern hátt og setja ffam nýjar hugmyndir og ný við- horf. „Sögulegar skáldsögur“ af þessum síðari flokki voru um langt skeið taldar vera fullboðleg grein sagnfræði, og eru mörg dæmi um að sagnfræðingar hafi tekið slíkar sögur alvarlega og litið á höf- unda þeirra sem nokkurs konar kollega. Ef minna ber á slíku nú á dögum, stafar það kannske af því að „ævintýrasögur“ hafi tekið að breiða úr sér innan bók- menntagreinarinnar á kostnað annars eða af fordómum sagnfræðinga á þessari óöld okkar, nema hvort tveggja sé. Vegna þessarar sérstöku stöðu „raun- verulegra sögulegra skáldsagna", sem töldust í senn bókmenntir og a.m.k. viss angi út úr sagnfræði, hafa fráneygðir fræðimenn löngum sýnt þeim áhuga og reynt að skilgreina sem best grundvallar- lögmál þessarar tvíþættu bókmennta- greinar. Eitt atriði sem gjarnan hefur verið dregið fram er hlutverkaskipting persónanna. Að því hafa verið leidd margvísleg rök, að í sögulegum skáldsög- um gefi það sjaldnast góða raun að hafa mikilmenni sögunnar í þungamiðjunni sem aðalpersónu, og virðist reynslan staðfesta þetta að verulegu leyti, þótt undantekningar megi finna. Klassíska formúlan í slíkum verkum er því sú að byggja söguna utan um einhverja lítil- siglda persónu sem ekki hefur skilið eff ir sig nein teljandi spor á blöðum sögunn- ar, gjarnan tilbúna persónu sem er lítið meira en rekald í ólgu atburðanna, láta hana síðan lenda í ævintýrum, sem flækj- TMM 1999:3 www.mm.is 115
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.