Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Síða 9
Körrur og kambar, loðband og kambgarn
Ef framleiða átti klæði var notað „kartet Uldgarn“, sbr. ofangreinda
tilvitnun, það er garn kembt med tiltekinni tegund af kömbum. Í
sama vörulexíkoni má finna eftirfarandi lýsingu á tvenns konar
karder:
Karder; T. Kardætschen, Krazen, Krempeln; F. Cardes à Carder; E.
Cards … . De bruges fornemmeligen til at forberede Uld, Bom-
uld og Floretsilke til Spinding; men ogsaa i Vatfabrikation, til
Hestehaars Udredning m.m. Karder inddeles i Haandkarder og
Maskinkarder. De første til at bruge for Haanden, til hvilket
Øiemed de nagles paa et med et Haandtag forsynet Bræt; de
sidst til at befæstes paa Maskiner til Kardning.
Skrubler; T. Schrobeln, kaldes de Haandkarder, hvormed Ulden
først bearbeides ...13
Ennfremur kemur fram í vörulýsingunni að „Karder“ og „Skrubler“ eru
til í mismunandi grófleika, þeir grófari notaðir til forkembingar. Jafnframt
má sjá að slíkir kambar eru einnig notaðir til að kemba önnur efni en ull.
Í dönskum ritum frá síðari tíma, sem fjalla um tækni við ullarkembingu
og spuna, eru ofangreindir kambar nefndir karter og kembingin kartning.
Slíkir kambar eru með fjölda af stuttum, bognum vírtönnum, settum í
leðurpjötlu sem fest er á fjalarbút með handfangi. Þeir eru tveir, það er
að segja par, notaðir hvor á móti öðrum. Með karter var ullin kembd
þannig að ullarhárin lágu meira eða minna á misvíxl að kembingu lok-
inni. Slíkar kembur voru einkar vel fallnar í garn sem átti að vera loft-
mikið og loðið, nú nefnt kartegarn á dönsku. Fremur stutt ullarhár þóttu
henta vel í þess konar garn.14
Íslenskir kambar, sem svara til ofangreindrar lýsingar, hafa verið nefndir
kambar, þelkambar, handkambar, karkambar, karrar, körrur eða körður.15
Þeir voru notaðir við ullarvinnu hérlendis fram eftir 20. öldinni. Grófari
kambar af þessari gerð þekktust einnig hérlendis, var annar kamburinn
stundum festur á stól (bekk) og nefndust þeir þá stólkambar.16 Garn
spunnið úr kembum, sem voru þannig að hárin lágu meira eða minna á
misvíxl, hefur stundum verið nefnt band eða loðband í íslenskum tóskap á
seinni öldum.17 Í ensku nefnast samsvarandi kambar carders, cards eða
handcards, kembingin carding, en garn með ofangreindum einkennum
nefnist á ensku woollen yarn.18
8 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS