Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 10
Í „Uvalket uldent Tøi“ eða „Tøimagervarer“ var notað „kæmmet Uld-
garn“ sbr. tilvitnuna í vörulexíkonið. Með öðrum orðum var ullin
kembd í kömbum af annarri gerð en þeirri sem lýst hefur verið hér að
ofan. Í sama danska vörulexíkoni má finna lýsingu á „Kamme“. Þeim er
lýst almennt: „Redskaber, forsynede med mange ligeløbende, lige eller
bøiede Tænder, bestemte til at rense, ordne eller sammenholde Haar …“.
Síðan er einstökum gerðum lýst, þar á meðal „Uldkamme, til at kæmme
Uld, meget forskjellige, for det Meste af Staal.“19
Ullarkambar með „mange ligeløbende, lige eller bøiede Tænder“,
voru þeirrar gerðar sem nefna mætti langtennta kamba. Einni eða fleiri
röðum af tindum eða löngum tönnum úr járni eða stáli var komið fyrir í
bakka úr tré, horni eða járni og var handfang fest við bakkann.20 Þeir
voru einnig notaðir sem par. Í langtenntum kömbum kembdist ullin á
þann hátt að ullarhárin lögðust sem mest samsíða. Ullin var að kembingu
lokinni dregin fram úr kömbunum í lyppu þannig að hárin röskuðust
sem minnst. Garn, sem spunnið var úr slíkri lyppu, varð oftast slétt og
loftlítið. Ef mikill snúður var á því gat það einnig verið mjög sterkt.
Fremur langhærð ull hentaði vel í slíkan garnspuna. Langtenntir
KALEMANK OG KLÆÐI 9
1. og 2. mynd. Myndin til vinstri sýnir langtenntan ullarkamb, annan af pari.Til hægri er
par af kömbum með stuttum bognum vírtönnum. (Myndin er úr ritinu A Diderot pictorial
encyclopedia of trades and industry (1959)).