Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Qupperneq 11
kambar nefnast á dönsku kamme eða uld kamme, eins og fram kemur í
vörulexíkoninu, kembingin er nefnd kæmning og garnið kamgarn.21
Í íslenskum tóskap var slíkt garn stundum nefnt þráður og aðferðin við
að spinna þráð stundum nefnd að spinna við fingur sér og á seinni tímum
hefur slíkt garn einnig verið nefnt kambgarn.22 Íslenskir kambar, sem svara í
aðalatriðum til ofangreindrar lýsingar og tengjast garngerð sem hefur ofan-
greind einkenni, munu fyrr á öldum hafa verið nefndir kambar, ullarkambar
eða ullkambar. Svipaðir kambar hafa á síðari öldum verið nefndir togkambar.
Til er greinargóð lýsing á því hvernig tog var kembt í slíkum kömbum.23 Í
ensku nefnast samsvarandi kambar combs eða wool combs og kembingin
nefnist combing. Garn spunnið úr kembum, þar sem ullarhárin liggja sem
mest samsíða, er slétt og loftlítið og nefnist á ensku worsted yarn.24
Það má að lokum vekja athygli lesenda á því að í erlendu málunum,
sem hér hafa verið tilgreind, dönsku og ensku, eru notuð mismunandi
orð yfir ofangreindar tvær kambagerðir, einnig yfir verkið og garngerð-
ina. Mismunandi orð finnast einnig í íslensku yfir kambagerðirnar tvær,
eins og komið hefur fram. Í Íslenskri orðabók finnst sagnorðið að karra í
merkingunni að ‘kemba ull’. En í íslenskum ritum, þar sem fjallað er um
verklýsingar í tóskap, virðist algengast að notað sé sagnorðið að kemba
þegar fjallað er um verklagið, hvort sem um er að ræða kembingu með
kömbum með vírtönnum eða langtenntum kömbum. Jafnframt virðist
algengast að sérheiti eða sérkenni hvorrar kambagerðar um sig séu ein-
ungis nefnd í upphafi frásagnar en í framhaldi notað orðið kambur/
kambar án aðgreiningar.25 Ekki er ósennilegt að þessi einföldun á íslensk-
um hugtökum yfir kamba og kembingu sé í samræmi við fremur fá-
breytta tækni sem tíðkaðist lengst af í tóskap og ullariðnaði á Íslandi.
Áhöldin til kembingar, sem hér hafa verið til umfjöllunar, kambar með
stuttum bognum vírtönnum og langtenntir kambar, hafa verið notuð
jafnt í heimilisiðju sem ullariðnaði í Evrópu. Þau mynda tæknilegan
grunn að tveimur ólíkum garngerðum. Hvor gerð um sig á fjölbreytta
sögu í heimilisiðnaði jafnt sem ullariðnaði og sögurnar eru tvinnaðar og
samofnar í víðari merkingu en einungis tæknilegri. Í næstu köflum verð-
ur haldið áfram að leita skýringa á tækni við gerð klæðis og taus.
Um vægi þófs, ýfingar og lóskurðar
Breski hagsögufræðingurinn Eleanora Carus-Wilson er meðal þeirra fræði-
manna sem hafa rakið sögu ullariðnaðar í Evrópu. Hún bendir á að ullar-
voðir, sem voru eftirmeðhöndlaðar á sérstakan hátt, voru eftirsóttar í
10 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS