Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 19
mismunandi nöfn á klæði eftir grófleika og gæðum. Nefndar eru meðal
annars klæðistegundirnar „pack“, „pyck“ og „twiffel“, tautegundirnar
„rask“, „sars“, „callemang“ og fleira.43
Ullariðnaður 18. aldar var flókin iðngrein. Báðar greinarnar, klæðagerð
og taugerð, kröfðust fagmenntunar, þjálfunar og nákvæmni til að standast
kröfur viðskiptavina. Samkeppni var hörð. Í báðum greinum valt mikið á
gerð ullar, flokkun og meðferð í upphafi vinnslu, síðan á kembingu og
spuna.44 Í klæðagerð valt mikið á að samræmi væri í kunnáttu þeirra sem
unnu hina mismunandi verkþætti. Hver verkþáttur, kembing, spuni, vefn-
aður, þæfing, ýfing, lóskurður, litun, burstun og pressun, var öðrum háð-
ur.Taugerðin krafðist, auk kunnáttu í gerð kambgarns, aftur á móti sér-
stakrar þekkingar og nákvæmni í uppsetningu vefja svo að tiltekin
munstur og áferð skiluðu sér án galla.
18 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
10. mynd. Hluti af skrá yfir álnavörurnar sem liggja með greinargerð um vörur í verslunar-
staðnum Holmens havn 7.8. 1754. ÞÍ. Þar er m.a. skráð tautegundin „Calemanke“ og
klæðistegundirnar „Pyklaken“ og „Smal Twifel“. (ÞÍ. Ljósm. Kristján P. Guðnason).