Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Síða 20
Svíar reyndu að koma upp ullariðnaði með því sniði sem tíðkaðist í
Miðevrópu og á Englandi.45 Sonur áðurnefnds Svía Anders Berch, Chris-
ter að nafni, fór í námsferð um Evrópu á árunum 1759–1760. Hann fór
meðal annars til Englands og álit hans á sænska ullariðnaðinum gagnvart
þeim enska er eftirfarandi:
Det florisanta tillstånd, hwaruti de Engelska ylle Manufakturer
äro till ymnighet, godhet,Variation och sortementer, är svårt på
papperet beskrifwa. Det skulle i min tanke göra wåra svenska
Manufacturer et godt gryn, att hafwa sig til eftersyn profwer af
de Engelska tillwärkningarna at imittera: ty så länge ingen
Comparaison kan ske mellan de Engelska och wåra egna måste
wåra wahror passera för mästerstycken, som dock wid en stäldt
jämförelse torde förtjena mycken förbättring. Det är Superbt at
se finare och gröfwa kläden ifrån Devonshire, Essex, Sommer-
setshire och Wiltshire, huru fasta de äro i sin wäfnad, jämna i sin
inretning, lagom betäckta i sin öfwerskiärning, wäl Melerade i sin
Ull, och appreterade med godt utseende samt excellente i sin
färg...46
Á þeim tíma sem Christer Berch var í námsferð sinni um Evrópu og kynnti
sér meðal annars enska klæðaiðnaðinn var klæða- og taugerð Innrétting-
anna á Íslandi í gangi – angi af tilraunum danskra ráðamanna og íslenskra
embættismanna til að koma upp klæða- og taugerð í ríki Danakonungs.
Um tilraunir til að setja á fót klæða-
og taugerð í Danmörku á 18. öld
Samkvæmt hugmyndum merkantílisma reyndi danska stjórnin af fremsta
megni að renna stoðum undir innlendan iðnað, einkum textíliðnað og
var klæða- og taugerð þar ofarlega á blaði.Verkþekkingu til slíkrar fram-
leiðslu var hins vegar ábótavant í Danmörku á 18. öld. Um miðja öldina
voru bændur um það bil 80% af dönsku þjóðinni og þeir voru að mestu
leyti sjálfum sér nógir um framleiðslu á vefnaðarvöru. Spunnið var og
ofið á flestum bæjum úr ull og líni, efnum sem framleidd voru í Dan-
mörku.47 Spunarokkar og vefstólar með láréttri uppistöðu höfðu þá
þekkst um langa hríð í landinu en verklag var breytilegt. Í heimilisiðnaði
söng hver með sínu nefi, ef svo má að orði komast. Ull var ekki flokkuð
eftir gæðum og gerð og garnspuninn var misjafn, eins og gengur og
KALEMANK OG KLÆDI 19