Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 21
gerist í heimilisiðnaði. Í vefnaðarvöru og prjónles var blandað saman
grófu og fínu bandi. Ull var kembd í körrum en kunnátta í meðferð
langtenntra kamba og fullnægjandi undirbúningur til hreinnar og
ósvikinnar kambgarnsgerðar, sem stæðist þær kröfur sem gerðar voru í
iðnaði, þekktist ekki meðal alþýðu. Spunarokkar með teini, sem tengd-
ur var hjóli sem knúið var með hönd, svonefndir skotrokkar, voru notaðir
til að spinna garn í klæðagerð.Tilraun stjórnarinnar til að útbreiða skot-
rokksspuna meðal bænda á 18. öld mistókst, skotrokkar þóttu meðal ann-
ars of fyrirferðarmiklir í smáum húsakynnum. Hugsanlegt er að þeir hafi
jafnframt verið litnir hornauga af því að skotrokksspuni hafði fyrst verið
tekinn upp í betrunarhúsunum, svokölluðum spunahúsum.Vefnaður var
jafn mismunandi, garnspuni og kunnátta í eftirmeðhöndlun voða var tak-
mörkuð.48
Í því skyni að framfylgja áformum um samkeppnishæfan innlendan
iðnað í klæða- og taugerð beitti danska stjórnin sér fyrir því að fá
menntaða iðnaðarmenn, vefara, litara, lóskera og aðra með nauðsynlega
kunnáttu, til að setjast að í Danmörku. Erlendu iðnaðarmönnunum og
iðnmeisturunum var ætlað að kenna Dönum til verka. Jafnframt var þeim
ætlað að setja á laggirnar eigin fyrirtæki, eða starfa við fyrirtæki sem
stofnsett höfðu verið af stjórninni.49
20 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
11. mynd. Áritun á kassa undir mislita ull í Købstadmuseet Den gamle by, Árósum.
(Ljósm. Áslaug Sverrisdóttir).