Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Síða 25
Í bréfi sem Johan Christian Dannenberg, meistari við klæðavefsmiðju
Innréttinganna, skrifaði rentukammerinu í Kaupmannahöfn í febrúar
1756 lýsir hann aðferð Íslendinga við ullarvinnuna og ber fram tillögur
um úrbætur:
... Indbyggerne udi Island effter gammel skik, forarbeyde deres
beste Uld til Hoeser,Vanter og Vadmel og samme med Fingrene
udplukke og spinde, uden at blive kartet. Men om Indbyggerne
med Karter bleve forsinnede, og sig derpaa som andre Nationer
beflittede kand den grove i stæden for den fiine Uld, til ommelte
Arbeyde forbruges, da den fiinere Uld derimod til Kiæm Uld Ar-
beyde ... .Tvende døgtige og forstandige Uld Kæmmere har blev
antaget og til Island oversendt, som derude kunde underrette og
anlære de begvemmeste Indbyggere hvorleedes Ulden effter een
hver Sort var brugeligst … .61
Tilvitnunina má skilja á þann veg að samkvæmt gamalli venju sé ullin
einungis táin, það er toguð sundur milli handanna, til að greiða úr
henni áður en hún var spunnin.Tilvitnunin vekur jafnframt spurningu
um hvort kunnátta Íslendinga í meðferð langtenntra kamba hafi dvínað
í tímans rás og þeir hafi lítið verið notaðir þegar komið var fram á 18.
öldina.
Hérlendis var spunnið með halasnældu og ofið í svonefndum vef-
stöðum – kljásteinavefstöðum – þar til vefstólar með láréttri uppistöðu
breiddust út með tilkomu Innréttinganna. Marta Hoffmann hefur fjallað
ítarlega um vefstaði í riti sínu The Warp-Weighted Loom.62 Ef leitað er eftir
upplýsingum um verklag við uppsetningu og vefnað í vefstað á Íslandi er
mest vert um greinargóða lýsingu sem höfð er eftir konu að nafni Guð-
rún Bjarnadóttir. Lýsingin er talin skrifuð um 1870 og hefur birst í Árbók
hins íslenzka fornleifafélags.63 Það mun hafa verið kvennaverk að vefa en
ekki hefur það verið létt verk. Vefkona þurfti að taka svolítið á til að
koma vefsköftum fyrir á réttan hátt, ennfremur að slá vefinn upp fyrir sig
og ganga sífellt fram og tilbaka meðan á verkinu stóð.64 Ljóst er að
vefnaður í kljásteinavefstað var seinlegt verk og fremur erfitt, enda segir
Jochumssen um vefnað Íslendinga: „nu kand de ej væve meere en lang
Sommerdag end 11/2 allen Vadmel…“65
Þegar 18. öldin gekk í garð var vefnaður voða hérlendis bundinn þeim
áhöldum sem greint hefur verið frá hér að ofan: langtenntum kömbum,
ef þeir voru þá notaðir, halasnældu og vefstað. Þetta voru frumstæð áhöld
24 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS