Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Síða 30
1° Til Klædis. Af þeirre bestu og finustu, i hvörre ei siäst Jllhærur
(danicè Hundehaar) tekst Toged og hærest so vel sem mögulegt
er, sidan bankar Ritter hana ä þar til giördre Grind, eins sem
Dunhreinsunar, þar til ullen er orden greid og vidskila vid Sand
og Væru; dyfer so höndunum í hreint brædt Smiör (1 mörk
Smiörs til 5 u [pund]ullar) og yfersteinkar ullena med þvi, vindur
so alla til samans i Vindla, sidan kember hana i gröfum og strax
effter i finum Körrum, og spinst hun so til buin a Skotrocknum,
uppestadan snudhörd sem Eingyrne, en fyrer vafed so snudlint
sem mögulegt er, að eins samannhange. Undankemba toglaus ur
tvöföldu Kömbunum er þad besta til klæda fyrervafs, toged spinst
til Þrickingar-Flonnels uppestödu. Effter Ritteri meiningu verdur
þetta Klæde jafngott sem 50 fiska, en miörra vegna Vefstölsens.80
...
6° Rask.Til þess fæst hier i lande nægd ullar, togmikel, en Jllhær-
ulitel og öflöken, er barin þar til ei skilst Tog frä Þele, sidan fitu-
smurd og kembd, sem næst fyrerfarande 2 N° syna, Underkemban
þienar til Klæda fyrervafs og alls þess er stampast skal.81
Í skýrslu Magnúsar er síðan skýrt frá því hve marga stranga82 þurfi í uppi-
stöðugarn af tilgreindri lengd í tilteknar voðagerðir og jafnframt sagt til
um grófleika garnsins. Jafnframt kemur fram að hver hluthafi þurfi að
standa skil á ákveðnu magni af uppistöðugarni.83 Auk þess að vera heim-
ild um áhöld og verklag varpar skýrslan ljósi á þátttöku hluthafa í fram-
leiðslunni. Svo langt sem hún nær er lýsing Magnúsar, á undirbúningi
ullar við vefsmiðjuna á Leirá, einkar áhugaverð í samanburði við lýsingu
á undirbúningi ullar í enskri klæðagerð.
The first stage was to sort the wool into various lengths and qua-
lities, for a single fleece may contain as many as ten grades of wool.
…
After sorting the wool was washed or scoured in a stream and,
when dry, beaten or willeyed with rods to loosen the locks and
remove any sand or soil. Burrs, straw and other impurities were
picked out by hand and the wool was sprinkled with oil or some-
times even with butter and thoroughly mixed. It was now ready
for carding … .If a worsted yarn was required, the wool was
combed instead of being carded ...84
KALEMANK OG KLÆDI 29