Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 35
klæðavefstólar „Complette Klæd Væve Med Skamler og Tritzer“. Ló-
skurðarstofa var rekin í tengslum við klæðagerðina og meðal áhalda þar
eru talin lóskurðarsöx og kambabollur til að ýfa klæði. Í taugerð eru skráð
þau áhöld sem tengjast kambgarnsgerð og tauvefnaði, þar á meðal lang-
tenntir kambar, smáir spunarokkar og spunarokkar fyrir lín.88 „Væve I
Complet Stand, med Skamler, Tritzer, templer og Snorer, 30 Stk blÿe
lode“. Skráning á trissum og snúrum, spanstokkum og blýlóðum, sem
fylgir vefstólum taugerðarinnar, bendir til að þeim hafi verið ætlað flókn-
ara hlutverk en klæðavefstólunum. Jafnfram er skráður vefstóll til línvefn-
aðar og kambar til að kemba lín.89
Þófaramyllunni sem reist var við Elliðaár var ætlað að þjóna fleiri
en einni atvinnugrein, meðal annars skinnaverkun, en hún virðist
fyrst og fremst hafa tengst klæðagerðinni. Í tengslum við vefsmiðjurn-
ar var sett upp tauþrykkverkstæði fyrir „Flonels“ þrykk og „Parthun“
þrykk. Í textíliðnaði þess tíma mun tauþrykk hafa tengst starfi litara.90
Við íslensku tauþrykkverkstæðin eru skráð þrykkmót af ýmsum gerð-
um, þrykkpressa og fleiri nauðsynleg áhöld til að þrykkja munstur á
álnavöru.
34 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
16.-17. mynd. Sýnishorn af litunarefnum sem notuð voru í iðnaðarlitun fyrir iðnbyltingu.
Til vinstri eru nokkrir molar af indígó en til hægri ómulin kaktuslús. Sýnishornin voru
keypt fyrir jurtalitunarnámskeið sem haldin voru í Reykjavík á seinni hluta 20. aldar.
Samskonar efni finnast skráð í úttektum gerðum á birgðum í litunarhúsi Innréttinganna.
(Ljósm. Áslaug Sverrisdóttir).