Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 57

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 57
sem er frá seinni hluta miðalda og samstæð við kaleikinn. Hafi þá einnig komið í ljós merkir legsteinar undir kirkjugólfinu, yfir Matthías Söfren- sen fógeta og Magnús amtmann Gíslason og Þórunni Guðmundsdóttur, konu hans, en steinninn yfir Pál Stígsson hafði áður verið múraður fastur í kórvegg kirkjunnar að norðanverðu. Á næstu misserum birti Matthías greinargerðir í blöðum um hvernig söfnunin gekk og hversu viðgerð miðaði fram. Sumarið 1921 var gert við alla suðurþekjuna og gluggakistur að innan, gert við múrveggi að innan og allt tréverk inni málað og lakkdregið. Viðgerð að innan virðist hafa lokið um haustið með vandaðri málun kirkjunnar. Var kappkostað að láta málningu vera sem næst því er upphaflega hafði verið, og svo var reyndar um viðgerðina alla, að við engu var hróflað, aðeins lagað það sem úr lagi var gengið eða skemmt. Næsta sumar, 1922, kvað Matthías svo eiga að gera við kirkjuna að utan, en þá voru aðeins 200 kr. eftir til framhaldandi viðgerða. Að lokum varð þó Bessastaðakirkja vel og vandlega frágengin utan og innan og hélt vel sínu gamla yfirbragði og reisn. Virðist Matthíasi Þórðarsyni hafa verið mjög umhugað um alla vernd og varðveizlu kirkjunnar, enda leit hann á hana sem þjóðardýrgrip og alla gripi hennar þjóðardýrmæti, sem varðveita og vernda ætti sem bezt. Matthíasi hefur á stundum nokkuð verið álasað fyrir að hafa ásælzt til Þjóðminjasafnins forna og merka kirkjugripi, en hann gerði það yfirleitt aðeins þar sem honum þótti illa búið að gripum og þeir í hættu eða geymdir án þess öryggis sem dýrmæti þeirra krafðist, eða þá að gripir voru skemmdir orðnir og óhæfir eða óþarfir við nútíma messugerð og því hætt við glötun. Hann hefur kostað kapps um að Bessastaðakirkja héldi auði sínum að gripum og innanbúnaði öllum, enda leit hann svo á að Þjóðminjasafnið ætti að stuðla að þjóðminjavernd hvarvetna, ekki aðeins innan veggja safnsins heldur um gervalla landsbyggðina. „Vandalisminn“ í Bessastaðakirkju 1946-1948 Matthías Þórðarson kom oftar en einu sinni að málum Bessastaðakirkju á starfsferli sínum. Fyrst var það vegna oblátuaskjanna, sem fyrr er getið og Jón Vídalín hafði náð til sín, síðan stóð Matthías fyrir viðgerð kirkjunnar upp úr 1920, sem unnin var af næmleik og tilfinningu fyrir menningar- legu gildi kirkjunnar. En síðar var öllu því verki hans umturnað er Bessastaðir höfðu verið gerðir að forsetasetri, og það í algerri óþökk og andstöðu Matthíasar, en hann fékk ekki rönd við reist. Jafnvel vildu menn 56 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.