Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Side 59
embætti þjóðhöfðingja krafðist. Reyndar hafði stofunni verið breytt á
margan hátt innra sem ytra en kirkjunni næsta lítið. Gunnlaugur Halldórs-
son arkitekt var þá fenginn til að segja fyrir um viðgerðir og nýbyggingar
á Bessastöðum, enda var hann talinn einna færastur og varfærnastur til að
fara höndum um menningarminjar sem þessar. Ekki var þá átt við kirkj-
una sjálfa, en síðar var ákveðið að gera við hana einnig. Þá var Guðjón
Samúelsson, húsameistari ríkisins, fenginn til að sjá um það verk en ekki
Gunnlaugur Halldórsson. Ekki sést að viðgerðir þessar á húsum á Bessa-
stöðum hafi verið skipulagðar eða unnar í samráði við þjóðminjavörð.
Upphaf viðgerðar kirkjunnar nú virðist mega rekja til bréfs séra
Hálfdanar Helgasonar prófasts á Mosfelli er hann sendi Dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu 8. júlí 1943 ásamt afriti af vísitasíugerð sinni í Bessa-
staðakirkju 4. júlí það ár. Segir þar um kirkjuna, að hirðing hennar sé í
góðu lagi en sjálf þarfnist hún aðgerðar nokkurrar til að hún hæfi þessum
stað sem hún stendur á. Sé mest aðkallandi að koma þar upp fullkomnum
hitunartækjum, þar sem kirkjan verði að teljast með öllu óhæf til messu-
gjörðar nema rétt um hásumarið, „enda hafi sóknarprestur nú hin síðustu
árin orðið að flýja kirkjuna vegna kulda mikinn hluta ársins og halda guðs-
þjónustur sínar í barnaskólahúsi sveitarinnar.“1 Marga bekki í kirkjunni
kvað prófastur þarfnast lagfæringar og helzt þyrfti að endurnýja þá alla.
Biður prófastur um að hið opinbera láti gera óumflýjanlegar viðgerðir,
þar sem það sé eigandi kirkjunnar og kveðst hann snúa sér til Dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins þess vegna.
Bréfið hefur greinilega verið lagt fyrir Björn Þórðarson forsætisráð-
herra og hefur hann ritað á það: „Biðja húsameistara ríkisins að framkvæma
nákvæma athugun á kirkjunni með það fyrir augum hvernig ætti að
koma henni í það horf, sem samboðið er staðnum og þjóðinni og hvað
þetta mundi kosta með núverandi verðlagi og senda forsætisráðuneytinu
álitsgjörðina.“ Sendi ráðuneytisstjóri húsameistara bréf með þessari ósk.
29. nóvember 1943 sendi síðan húsameistari skýrslu um kirkjuna í
bréfi til forsætisráðherra. Er þar lýsing á kirkjunni, sem er talin í sæmilegu
standi að utan en að innan sé hún mikið skemmd. Segir þar meðal annars:
„Prédikunarstóll er gamall og sómir sér ekki í kirkjunni, einnig stendur
han[n] fram[mi] í kirkju, en prédikunarstóllinn á að standa inni í kór.
Einnig þarf að flytja skírnarfontinn, sem er úr steini og sómir sér vel fyrir
kirkjuna, inn í kór. Söngpallur er mjög lítill og óvandaður. Engin upp-
hitun er í kirkjunni. Altaristaflan er úr tré og öll gisnuð og byrjuð að
fúna á þá hlið, er að vegg snýr.“ Áætlar húsameistari að þessi viðgerð
kirkjunnar kosti alls 138 þús. kr., en að auki kveðst hann hafa fengið til-
58 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS