Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Side 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Side 59
embætti þjóðhöfðingja krafðist. Reyndar hafði stofunni verið breytt á margan hátt innra sem ytra en kirkjunni næsta lítið. Gunnlaugur Halldórs- son arkitekt var þá fenginn til að segja fyrir um viðgerðir og nýbyggingar á Bessastöðum, enda var hann talinn einna færastur og varfærnastur til að fara höndum um menningarminjar sem þessar. Ekki var þá átt við kirkj- una sjálfa, en síðar var ákveðið að gera við hana einnig. Þá var Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, fenginn til að sjá um það verk en ekki Gunnlaugur Halldórsson. Ekki sést að viðgerðir þessar á húsum á Bessa- stöðum hafi verið skipulagðar eða unnar í samráði við þjóðminjavörð. Upphaf viðgerðar kirkjunnar nú virðist mega rekja til bréfs séra Hálfdanar Helgasonar prófasts á Mosfelli er hann sendi Dóms- og kirkju- málaráðuneytinu 8. júlí 1943 ásamt afriti af vísitasíugerð sinni í Bessa- staðakirkju 4. júlí það ár. Segir þar um kirkjuna, að hirðing hennar sé í góðu lagi en sjálf þarfnist hún aðgerðar nokkurrar til að hún hæfi þessum stað sem hún stendur á. Sé mest aðkallandi að koma þar upp fullkomnum hitunartækjum, þar sem kirkjan verði að teljast með öllu óhæf til messu- gjörðar nema rétt um hásumarið, „enda hafi sóknarprestur nú hin síðustu árin orðið að flýja kirkjuna vegna kulda mikinn hluta ársins og halda guðs- þjónustur sínar í barnaskólahúsi sveitarinnar.“1 Marga bekki í kirkjunni kvað prófastur þarfnast lagfæringar og helzt þyrfti að endurnýja þá alla. Biður prófastur um að hið opinbera láti gera óumflýjanlegar viðgerðir, þar sem það sé eigandi kirkjunnar og kveðst hann snúa sér til Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins þess vegna. Bréfið hefur greinilega verið lagt fyrir Björn Þórðarson forsætisráð- herra og hefur hann ritað á það: „Biðja húsameistara ríkisins að framkvæma nákvæma athugun á kirkjunni með það fyrir augum hvernig ætti að koma henni í það horf, sem samboðið er staðnum og þjóðinni og hvað þetta mundi kosta með núverandi verðlagi og senda forsætisráðuneytinu álitsgjörðina.“ Sendi ráðuneytisstjóri húsameistara bréf með þessari ósk. 29. nóvember 1943 sendi síðan húsameistari skýrslu um kirkjuna í bréfi til forsætisráðherra. Er þar lýsing á kirkjunni, sem er talin í sæmilegu standi að utan en að innan sé hún mikið skemmd. Segir þar meðal annars: „Prédikunarstóll er gamall og sómir sér ekki í kirkjunni, einnig stendur han[n] fram[mi] í kirkju, en prédikunarstóllinn á að standa inni í kór. Einnig þarf að flytja skírnarfontinn, sem er úr steini og sómir sér vel fyrir kirkjuna, inn í kór. Söngpallur er mjög lítill og óvandaður. Engin upp- hitun er í kirkjunni. Altaristaflan er úr tré og öll gisnuð og byrjuð að fúna á þá hlið, er að vegg snýr.“ Áætlar húsameistari að þessi viðgerð kirkjunnar kosti alls 138 þús. kr., en að auki kveðst hann hafa fengið til- 58 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.