Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 73
Þetta sífellda nöldur og óánægja með það, sem ég er ekki talinn hafa
nóga þekkingu á, hefir þreytt mig svo að ég hefi í seinni tíð helst viljað
vera laus við þetta óeðlilega eftirlit mitt með ábyrgum eftirlitsmanni
ríkisins, sem auk þess getur skert virðingu stöðu minnar, þegar lítið tillit
er tekið til athugasemda minna.“
Kveðst hann að lokum leggja í vald ríkisstjórnarinnar, hvort henni
sýnist tilefni til sérstakra aðgerða til að fá „upplýst óvilhalt og sem greini-
legast alt um þetta leiðindamáli, sem mér finst vera.“ Sem fyrr segir var
þetta bréf forseta aldrei sent.
5. apríl 1948 skrifaði Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra forseta
Íslands bréf til að skýra honum frá, að í sambandi við umræður þær sem
orðið hafi í blöðum og á Alþingi um framkvæmdir á Bessastöðum, telji
ríkisstjórnin eðlilegt að koma á samfelldari skipan en verið hafi um skeið
á afgreiðslu mála er forsetaembættið og forsetasetrið varða. Árið 1944
hafi þáverandi forsætisráðherra afhent Landbúnaðarráðuneytinu umsjá
búrekstrarins á Bessastöðum og Forsætisráðuneytið hafi ekki fylgzt með
þeim málum síðan. Kirkjuviðgerðin hafi verið ákveðin og framkvæmd á
Bessastöðum að mestu í samráði við Kirkjumálaráðuneytið, án þess að
Forsætisráðuneytið hafi fylgzt með þeim málum.
Til að hindra að þjóðhöfðinginn sé dreginn inn í óeðlilegar deilur
þyki nú nauðsynlegt að ein samfelld heildarstjórn sé á þessum málum, og
hafi því ríkisstjórnin ákveðið að Forsætisráðuneytið annist framvegis öll
mál þessi framvegis, eins og í öndverðu var.
Hinn 13. október 1948 skrifaði húsameistari forsætisráðherra bréf um
að viðgerð kirkjunnar sé lokið. Hefur forseti í tilefni þess skrifað for-
sætisráðherra bréf um viðgerðina, dagsett 18. október, og er ljóst að hann
hefur síður en svo verið ánægður með hana. Kveður forseti viðgerðina
hafa tekið 21/2 ár, þótt hann reyndi að reka á eftir henni eftir mætti „unz
ég gafst upp við það fyrir misseri.“ Húsameistari hafði sagt í bréfi sínu að
tafir hefðu orðið meðal annars vegna dráttar á að lampar kæmu, en
forseti kvað hafa átt að panta þá strax í upphafi og að þeir hafi verið
komnir áður en mörgu öðru var lokið, á hann því við að ekki sé töfin
þessu að kenna.
Bessastaðakirkja var endurvígð 31. október 1948 eftir breytingarnar.Voru
þá frásagnir um kirkjuna í blöðum og allar loflegar, hin lengsta kom í
Morgunblaðinu 2. nóvember. Þar er viðgerðum og breytingum á kirkjunni
lýst sem mikilsverðum og vel heppnuðum. Í tilefni endurvígslunnar gáfu
forsetahjónin kirkjunni altarisklæði úr líni, sem ræktað var á Bessastöðum.
72 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS