Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 73

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 73
Þetta sífellda nöldur og óánægja með það, sem ég er ekki talinn hafa nóga þekkingu á, hefir þreytt mig svo að ég hefi í seinni tíð helst viljað vera laus við þetta óeðlilega eftirlit mitt með ábyrgum eftirlitsmanni ríkisins, sem auk þess getur skert virðingu stöðu minnar, þegar lítið tillit er tekið til athugasemda minna.“ Kveðst hann að lokum leggja í vald ríkisstjórnarinnar, hvort henni sýnist tilefni til sérstakra aðgerða til að fá „upplýst óvilhalt og sem greini- legast alt um þetta leiðindamáli, sem mér finst vera.“ Sem fyrr segir var þetta bréf forseta aldrei sent. 5. apríl 1948 skrifaði Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra forseta Íslands bréf til að skýra honum frá, að í sambandi við umræður þær sem orðið hafi í blöðum og á Alþingi um framkvæmdir á Bessastöðum, telji ríkisstjórnin eðlilegt að koma á samfelldari skipan en verið hafi um skeið á afgreiðslu mála er forsetaembættið og forsetasetrið varða. Árið 1944 hafi þáverandi forsætisráðherra afhent Landbúnaðarráðuneytinu umsjá búrekstrarins á Bessastöðum og Forsætisráðuneytið hafi ekki fylgzt með þeim málum síðan. Kirkjuviðgerðin hafi verið ákveðin og framkvæmd á Bessastöðum að mestu í samráði við Kirkjumálaráðuneytið, án þess að Forsætisráðuneytið hafi fylgzt með þeim málum. Til að hindra að þjóðhöfðinginn sé dreginn inn í óeðlilegar deilur þyki nú nauðsynlegt að ein samfelld heildarstjórn sé á þessum málum, og hafi því ríkisstjórnin ákveðið að Forsætisráðuneytið annist framvegis öll mál þessi framvegis, eins og í öndverðu var. Hinn 13. október 1948 skrifaði húsameistari forsætisráðherra bréf um að viðgerð kirkjunnar sé lokið. Hefur forseti í tilefni þess skrifað for- sætisráðherra bréf um viðgerðina, dagsett 18. október, og er ljóst að hann hefur síður en svo verið ánægður með hana. Kveður forseti viðgerðina hafa tekið 21/2 ár, þótt hann reyndi að reka á eftir henni eftir mætti „unz ég gafst upp við það fyrir misseri.“ Húsameistari hafði sagt í bréfi sínu að tafir hefðu orðið meðal annars vegna dráttar á að lampar kæmu, en forseti kvað hafa átt að panta þá strax í upphafi og að þeir hafi verið komnir áður en mörgu öðru var lokið, á hann því við að ekki sé töfin þessu að kenna. Bessastaðakirkja var endurvígð 31. október 1948 eftir breytingarnar.Voru þá frásagnir um kirkjuna í blöðum og allar loflegar, hin lengsta kom í Morgunblaðinu 2. nóvember. Þar er viðgerðum og breytingum á kirkjunni lýst sem mikilsverðum og vel heppnuðum. Í tilefni endurvígslunnar gáfu forsetahjónin kirkjunni altarisklæði úr líni, sem ræktað var á Bessastöðum. 72 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.