Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 75

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 75
Hið síðasta, sem um þessa aðgerð sést í blöðunum, er grein í Bæjarpósti Þjóðviljans 20. nóvember, þar sem vitnað er í 2. kap. Jakobsbréfs um að menn láti ekki trúna á Krist fara í manngreinarálit.Virðist ljóst að ein- hverjir vildu nýta atburð þennan til nokkurs pólitísks agnúa. Það má að lokum segja um Bessastaðakirkju fyrir og eftir breytingu, að fyrir breytingu þótti kirkjan hafa verið afar fallegt hús hið innra, „fín- asta barokhús á Íslandi,“ hefur Hörður Ágústsson sagt. Altari var stórt, með spjaldahurð og spjöldum beggja vegna við, og umhverfis altarispallinn voru útsagaðar grátur. Altaristaflan var mynd af Jesú í Getsemane, með burst yfir og áletrun undir.Til beggja handa héngu vængir af gamalli altaris- töflu með guðspjallamannamyndum, en sú tafla er víst löngu glötuð.5 Kórskil voru með útsöguðum grindum, pílárum, og kórdyr með súlum til beggja hliða. Ofan á þeim voru gylltir hnettir, en á sjálfum boganum yfir var gegnsagaður nafndráttur konungsins, Kristjáns VII., og kóróna yfir. Á móti prédikunarstóli var upphækkaður söngpallur með orgeli, þar hafði fyrr verið afþiljuð stúka amtmannsfólks, sú sem Guðjón Samúels- son segir Grím Thomsen hafa látið færa úr kirkjunni og út á tún. Prédik- unarstóll var sexhyrndur og stóð á fæti, botn stólsins var kúptur, á spjöldin voru málaðar myndir Krists og guðspjallamannanna en himinn var yfir honum, festur á grindur sem stóðu frá gólfi til lofts. Bekkir voru með lóð- réttum bríkum og bakslár gengu að vegg. Þeir voru eikarmálaðir eins og altari og milligerð voru síðast. Kirkjugólfið milli bekkjaraðanna, gangurinn, var lagt símunstruðum múrsteini. Sumu af þessu er fyrr lýst. Kirkjuhurðir munu hafa verið vængjahurðir með spjöldum, bogadregnar að ofan. Við breytingarnar, sem fjallað var hér um, var sett eikargólf í kirkjuna og eikarbekkir, prédikunarstóllinn var einnig nýsmíðaður úr eik, altari og grátur ný en kórskil engin sett að nýju, engin altaristafla var heldur fyrst eftir breytinguna, en í staðinn kom útskorinn róðukross. Þannig hefur Bessastaðakirkja verið í megindráttum síðan. Hefur þessi „aðgerð“ þó víða mælzt illa fyrir, og oft er haft á orði að koma bæri kirkjunni í hið fyrra og veglega horf, eða sem næst því, og nota þá hinn gamla innanbúnað eftir því sem til er. Má sjá af myndum fegurð og sér- kenni kirkjunnar hið innra áður en „voru gerðar býsna harkalegar við- gerðir og breytingar á kirkjunni, og var það verk Guðjóns Samúelssonar arkitekts.Við þetta missti kirkjan mikið af sínum gamla svip innanhúss. Til dæmis er gamla fallega múrsteinagólfið horfið (sést þó enn í turnin- um og forkirkjunni). Og gömlu legsteinarnir, m. a. steinn Magnúsar Gísla- sonar, hafa verið færðir af sínum fyrri stöðum í kirkjunni“ (Helge Finsen arkitekt í bókinni Gömlu steinhúsin á Íslandi, þýdd af Kristjáni Eldjárn). 74 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.