Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 76

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 76
Síðar var þó legsteinn Páls Stígssonar færður úr Þjóðminjasafninu og í kirkjuna á ný, er þar nú framarlega að sunnanverðu múraður í vegg, en var áður í kórvegg að norðan sem fyrr segir. Krossinn, sem settur var yfir altari, hefur nú verið færður á norðurvegg í kór og mynd Guðmundar Thorsteinssonar listmálara, Muggs, Kristur læknar blinda, sem er í eigu Listasafns Íslands, er komin yfir altarið sem altaristafla. Minningartöflur um látna forseta eru felldar í kórgafl kirkjunnar og skjaldarmerki forseta er á norðurvegg. Þjóðminjasafnið hefur lánað til kirkjunnar gömul skírnar- föt, sem hengd eru á kórveggi til skreytingar, svo og hina gömlu skírnar- vatnskönnu kirkjunnar, því að í reynd hefur kirkjan þótt tómleg og kuldaleg eftir „aðgerðina“ fyrir rúmri hálfri öld, og því var reynt að færa í hana eitthvað til að gera hana ásjálegri og hlýlegri. Í kirkjunni er nú vandað, nýtt altarisklæði, en ýmsir munir svo sem stjakar og altarisbúnaður eru margir gamlir og merkilegir, en grátur eru nú af járngrindum sem í eru einkennistákn guðspjallamannanna. Þeir gripir, sem Þjóðminjasafnið tók við 1946, eru varðveittir í safninu, miðhluti altaristöflunnar er að vísu að láni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hangir þar yfir skrúðhússdyrum, en þessi tafla var reyndar í öndverðu í Dómkirkjunni. Enn síðar voru svo settir myndgluggar í kirkjuna, sem deila má um, hve vel hæfi í 18. aldar húsi. Sumarið 1988 komu í ljós á geymslulofti á Bessastöðum eikarmálaðar bekkjarbríkur og hlutar af bekkjum, víst af því sem Skúli Thoroddsen lét setja í kirkjuna og var þar fram til 1946. Menn hafa oft spurt, hvernig þessi hörmulega meðferð á Bessastaðakirkju hafi getað gerzt. Líklegast eru svörin þau, að á þeim tíma mátu ráðamenn að vísu ýmsa forngripi nokkurs vegna aldurs og sögu, en hins vegar var þá og lengi síðan sú hugsun ofarlega að rétt væri að „lagfæra“ og „bæta“ suma forngripi, þannig að þeir gætu sómt sér betur í nútímanum. Ekki eru önnur svör við því en að húsameistari ríkisins hafi haft algert sjálf- ræði um viðgerðina og farið að eigin smekk og geðþótta og fengið aðra til að fallast á það. Gunnlaugur Halldórsson segir, að viðgerð stofunnar hafi verið í samráði við Svein Björnsson forseta og ríkisstjórn, og mætti því ætla að svo hefði einnig verið um viðgerð kirkjunnar. En svo virðist ekki hafa verið nema að takmörkuðu leyti og er þetta því einkennilegra sem til eru teikningar Guðjóns Samúelssonar af Bessastaðakirkju, gerðar eitt- hvað fyrir 1920, þar sem hann teiknar kirkjuna nákvæmlega, bæði útlit, langsnið og grunnflöt, og sýnir hann þar innansmíðina af mestu nákvæmni. Að vísu mun útlit veggja og þaks á teikningunum að einhverju leyti vera „VANDALISMINN“ Í BESSASTAÐAKIRKJU 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.