Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 83
Á allstóru svæði á suðausturhluta Akureyjar má á loftljósmyndum sjá
móta fyrir görðum, eða samsíða hryggjum, sem liggja í stefnuna vest-
norð-vestur (1. mynd). Þessir hryggir hafa verið taldir geta verið leifar
fornra akra.12 Björn M. Ólsen getur ekki þessara leifa í grein sinni „Um
kornirkju á Íslandi að fornu“ frá 191013 og Steindór Steindórsson ekki
heldur í sínu riti um sama efni frá 1950.14 Vera kann að þeim hafi ekki
verið kunnugt um jarðrask þetta eða að það sé til komið eftir 1950. Karl
Gunnarsson gerði tilraunir með kartöflurækt í Akurey um og upp úr
1980 og sagði hann leifar þeirra tilrauna vera 6-8 hryggi norðvestast á
umræddu svæði.15 Leifunum eftir kartöflurækt Karls svipar mjög til
hinna meintu akurleifa, þær eru ámóta að lögun og stefnu og eru mun
umfangsminni.Vera kann því að kartöflurækt hafi verið stunduð í Akurey
á síðari tímum.
Lundabyggð er mikil í eyjunni og munu þúsundir fugla dvelja í henni
á vorin, enda má heita að eyjan öll, að undanteknum suðausturhlutanum,
sé sundurgrafin af lundaholum. Lundasvæðið er vaxið þéttri hvönn, en
suðausturspildan, þar sem akurleifarnar meintu eru, er nú grasi gróin. Má
ætla að eyjan öll hafi verið grasi gróin þegar fé gekk í henni en
graslendið vikið fyrir hvönninni.
Akurey er óbyggð og ekki hafa fundist heimildir um fasta búsetu þar.
Á 20. öld hefur fé verið haft í eynni. Á austurodda hennar er grjótbyrgi
sem talið er hafa verið hlaðið til skjóls fyrir fé. Við byrgið að sunnan
hlóðu vísindamenn garð eða vegg til að leynast við er þeir voru við
fuglarannsóknir upp úr 1980.16 Á sjávarkambinum rétt austan við grjót-
byrgið er varða sem hlaðin var sem mið við hafnarframkvæmdir á
Grandagarði. Á vesturodda Akureyjar eru rústir sem gætu verið fornar. Í
kjarna sem tekinn var með jarðvegsbor á rústasvæðinu má sjá mann-
vistarlög rétt ofan við landnámslagið. Í fjörukambinum hefur hafaldan
rofið hluta rústanna og eru greinilegar hleðslur og mannvistarlög í stál-
inu.
Í Akurey er ekki að sjá nein merki um ræktun eða jarðvinnslu annars
staðar en á suðausturhluta eyjarinnar, enda er hann eini hluti hennar sem
ekki er sundurgrafinn af lunda eins og áður greinir. Var og augljóst að
ekki yrði neinn árangur af könnunarskurði í lundabyggðinni því að þar
eru jarðlög meira eða minna röskuð.
Rétt norðan kartöflugarða Karls frá því um 1980 má sjá móta fyrir
garði sem liggur þvert á hryggina, sem liggja frá vestnorðvestri til aust-
suðausturs. Ákveðið var að grafa könnunarskurð þvert í gegnum þennan
garð og nokkuð út frá honum og freista þess að tímasetja garðinn með
82 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS